4.6.2011 | 21:31
Fóru ranga leið.
Ég flaug í dag frá Reykjavík austur yfir Grímsvötn til Djúpavogs. Tók myndir af Grímsvötnum,sem ég set á bloggið mitt á morgun því að nú er ég í Mývatnssveit.
Á þessari flugleið var ekki öskukorn í lofti, enda flaug ég vindmegin við hugsanlegt öskurok.
Kverkfjöll og austanverður jökullinn nutu sín vel í björtu veðri.
Hins vegar var hefðbundið sandrok af Flæðunum efst í Jökulsá á Fjöllum, sem er algengt fyrirbæri á sumrin. Á leiðinni frá Djúpavogi yfir Sauðárflugvöll og þaðan til Mývatns lenti ég aldrei í sand- eða öskufoki því að mökkurinn lá fyrir norðan jökul en náði ekki upp fyrir 6000 fet eða 1800 metra.
Tók fallegar myndir af Herðubreið sem ég set á bloggið á morgun einnig myndir af Kelduárlóni og Folavatni fyrir austan Snæfell.
Á leiðinni frá Sauðárflugvelli, sem er á Brúardalasvæðinu um átta kílómetra fyrir norðan Brúarjökul og til Mývatns fór ég upp í 6500 fet til að fara í hreinu lofti yfir sandmekkinum.
Sjálfsagt er að hafa gát á og forðast að fljúga inn í ösku- eða sandfok eins og þeir gerðu hjá Gæslunni. En ástæðan var greinilega sú að þeir flugu röngu greinilega röngu megin við Grímsvötn miðað við þá flugleið sem ég flaug.
Auk þess er ástæðulaust að taka neina áhættu vegna flugs sem ekki er björgunarflug og kostar mikið fé fyrir fjárvana Landhelgisgæslu.
Öskuský hamlaði för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Þetta sést vel á þessari gervitunglamynd (MODIS falslitamynd):
http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/subsets/index2.php?project=firms&subset=Iceland.2011155.terra.721.250m
Kær kveðja
Ingibjörg
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.