10.6.2011 | 11:41
Sandfangari við Landeyjahöfn ?
Sandfangarinn svonefndi við Vík á sér margar hliðstæður því að bæði á sjó og landi er hægt að nota þau lögmál sem gilda um sandfangara til að hefta landbrot og snúa því jafnvel við með því að láta strauma safna saman sandi og aur.
Aðferðir felst í því að byggja varnargarð þvert á ríkjandi straum þannig að straumurinn stöðvist og myndi hringiðu og þar með sekkur sandurinn á því svæði til botns og byggir upp nýtt land.
Þetta virkar best þar sem aurugar ár streyma meðfram bökkum og má sjá dæmi víða um land, til dæmis við austurbakka Skeiðarár, sem reyndar hefur þornað upp hin síðari ár.
Þegar horft er til Landeyjahafnar sést, að út frá hafnarmynninu stendur hlaðinn garður til að mynda hlé fyrir skip sem sigla þurfa inn.
En augljóst er að þessi garður getur verið "sandfangari" sem veldur því að sandur safnist upp hlémegin við hann, sem einmitt það sem ekki má gerast við Landeyjahöfn.
Sandfangari í Vík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta fyrirbrigði blasir allstaðar við sem eðlilegt náttúrufar. Við sjáum það þar sem fínsendnar fjörur hafa myndast við annars klettótta strönd,víkur sem hafa skjól af sterkum hafáttum o.s.frv. T.d er þetta glöggt inni við Geldinganes í Reykjavík. Eftir að grandinn milli lands og Geldinganess var gerður þannig að hafsjórinn hætti að flæða yfir þá grynnkar mjög ört Leirvogsmegin. Á nútíma tækniöld á að vera hægt með hönnun hafna á tilraunasvæðum að komast að hinu raunsanna við svona sandstrauma fyrirbrigði. Hinir dönsku ráðgjafar Landeyjarhafnar vildu það en Íslendingurinn vildi bara drífa í að framkvæma og sjá svo til-á eftir. Þar höfum við það. Landeyjar höfn verður sumarhöfn í stillum.
Sævar Helgason, 10.6.2011 kl. 12:01
Sæll.
Við þurfumað rennaokkurniður meðÞverá, þar sem bændur gerðu 7 eða 8 slíka þvert á straum með stórkostlegum árangri. Sést mjög vel úr lofti.
Það vöru bara bændur og verktakar, engin teikning, enginn spurður, og það bara virkar ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.