Af hverju ?

Það er hugsanlega stærri breyting en virðist við fyrstu sýn að Gleðigangan fari eftir Sóleyjargötu í stað þess að fara niður Laugaveg. Í frétt um þetta er sé ég ekki að nein skýring sé gefin.

Laugavegurinn hefur yfir sér alveg sérstakan blæ sem leið fyrir göngur á borð við Gleðigönguna.

Það helgast ekki aðeins af því hve hentug þessi leið er, heldur líka af langri hefð, sem nær yfir lungann af síðustu öld. 

Þarf ekki annað en að nefna skrúðgöngurnar 1. maí, 17. júní og við ótal önnur tækfæri. 

í hugann kemur skrúðganga Ólympíuliðsins í handbolta 2008 og árleg Friðarganga. 

Fyrir göngufólkið sjálft er það alveg sérstök tilfinning að horfa upp í glugga og svalir húsanna við götuna og veifa fólkinu þar. 

Engri slíkri samþjappaðri stemningu verður fyrir að fara á Sóleyjargötu. 

Sameiginlegar minningar kynslóðanna frá göngum niður Laugaveg vega þyngra en margir halda. 

Ég tel því að það þurfi að vega mjög sannfærandi og þung rök fyrir því að færa Gleðigönguna yfir á Sóleyjargötu og að velta þurfi fyrir sér hvort ekki sé mögulegt að endurskoða þessa ákvörðun. 


mbl.is Engin gleði á Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fór ekki skrúðganga handboltalandsliðsins frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og Bankastræti? Ég var svosem ekki á staðnum og kannski misminnir mig...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 18:59

2 identicon

Og....svo er þetta svona "hinsegin" ganga.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:18

3 identicon

Ástæða þessara breytinga eru ósköp einfaldar. Laugarvegurinn er frábær staðsetning og mikil stemming og hefð fyrir því að fara þá leið í hinum ýmsu skrúðgöngum. Gleðiganga hinseginfólks hefur þó stækkað ár frá ári og í fyrra var áætlað að 80-90.000 manns hefðu mætt í miðbæinn á þessum degi. Þetta er frábært og við fögnum þessum æðislegu viðtökum. Hinsvegar skappar þetta ofboðslega slysahættu og ekki eru nema nokkrir centimetrar á milli risavaxinna bifreiða og lítilla barna sem standa á gangstéttarbrúninni, oft með þéttan hóp af fólki fyrir aftan sig. Það þarf lítið útaf að bera, alveg hræðilega lítið! Í raun höfum við verið ofboðslega heppin að engin óhöpp hafa orðið í þeim mikla troðningi sem skapast á Laugarveginum þennan dag.

Nýja gönguleiðin býður uppá mikið meira öryggi, auðveldara verður að skapa pláss á milli bíla og fólks og áhorfendur munu hafa gott útsýni yfir gönguna, t.d. úr brekkum fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík sem og frá göngubrúnni sem er staðsett við bensínstöðina N1. Þá gefst þátttakendum færi á að hafa atriðin sín eins stór og þeir þora að láta sig dreyma um þar sem engar hæðatakmarkanir verða á stærð bíla á hinni nýju leið.

Það er því fyrst og fremst þetta sem ræður því að ekki verður farin sama leið og venjulega, öryggi þátttakenda og áhorfenda.
Þarna verður líka mun meira rými fyrir áhorfendur til að horfa á gönguna því ekki hafa allir aðgengi að góðum svölum með útsýni yfir Laugaveginn.

Hver hefði trúað því fyrir 12 árum að gleðiganga hinseginfólks (sem var upphaflega kröfuganga fyrir réttindum) myndi sprengja utanaf sér Laugaveginn :)

Bestu kveðjur

-Sesselja,  einn af göngustjórum gleðigöngunnar.

Sesselja María Mortensen (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 21:44

4 Smámynd: Óli minn

Þetta eru góð rök.

Óli minn, 11.6.2011 kl. 23:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Sesselja. Þær útskýringar, sem þú færir fram, hefðu þurft að fylgja fréttinni um þetta, og hið besta mál ef Gleðigöngufólkið (ég þar á meðal) verðum ánægð með þessa breytingu.

Hlakka til göngunnar eins og ævinlega. 

Ómar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 23:25

6 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Ömurleg ganga og þegar ég las fyrirsögn fréttarinnar hélt ég að það yrði jafnvel engin gleðiganga í ár. Annars, þá finnst mér þetta alveg hreint út sagt frábær frétt.

Davíð Þór Þorsteinsson, 12.6.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband