Frábær hátíð á Patreksfirði.

Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði og það, þegar "Brellurnar" luku hjólaferð sinni hér í gær, hefur myndað frábæra stemningu hér í bænum.

Við hjónin komum hingað akandi frá Reykjavík í fyrrakvöld enda er orðið svo dýrt og óhentugt að fljúga og verið að taka flugvöllinn hér af skrá, að þetta var skásti kosturinn. 

Auk þess fórum við á litla pallbílnum sem ég hef notað undanfarin fimm ár til að draga bátinn "Örkina" við gerð samnefndar myndar um virkjanaframkvæmdirnar á norðausturhálendinu og fleiri kvikmyndargerðarverkefni á því svæði. 

Þetta er í fimmta sinn sem áhugasamir og drífandi menn halda glæsilega kvikmyndahátíð hér á Patreksfirði og það er hárrétt, sem Páll Steingrímsson sagði í gær, að það er svosem vel hægt að halda slíka hátíð einu sinni en hreint afrek að endurtaka það fimm ár í röð. 

Vegna anna í Reykjavík átti ég þess ekki kost að sjá mynd Steinþórs Birgissonar á föstudagskvöld, "Jón og séra Jón", en mér þótti vænt um að hún, ásamt fleiri viðfangsefnum, skyldi vera komin fyrir almennings sjónir, því að hún er dæmi um viðfangsefni sem ég hefði sjálfur viljað fást við en hef ekki getað sinnt sem skyldi hin síðari ár vegna virkjanafársins sem veður alls staðar yfir. 

Telja mætti langan lista af athyglisverðum myndum á hátíðinni sem er dæmi um það sem hægt er að gera úti á landsbyggðinni, henndi til framdráttar. 


mbl.is Rólegt um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband