63 ár Ísraelsmönnum í hag.

Fyrir 63 árum var Palestínu skipt á milli Gyðinga annars vegar og hins vegar þjóðarbrota, sem fengu sameiginlega nafnið Palestínumenn, því að það voru vestræn áhrif sem ollu því að þeir sem búið höfðu í landinu fóru að líta á sig sem eina þjóð andspænis Gyðingum.

Margt væri nú öðruvísi ef sátt hefði náðst um þetta fyrsta Ísraelsríki, sem var miklu minna en það sem nú er orðið í kjölfar tveggja styrjalda sem Arabaþjóðir háðu til þess að koma Ísraelsríki fyrir kattarnef. 

Ísraelsmenn höfðu betur í báðum þessum styrjöldum og að mörgu leyti vinnur tíminn þeim í hag og lengri tími líður sem þeir komast upp með að brjóta alþjóðalög með því hersetu Vesturbakkans. 

Á hinn bóginn er engin þjóð heims eins hervædd og lifir í stöðugri spennu vegna ótta um tilveru sinnar og þeir og leitun að fólki, sem er haldið í viðlíka fangabúðum skorts og kúgunar og íbúum Gazasvæðisins er haldið af Ísraelsmönnum. 

Ástandið þarna er fleinn í holdi alþjóðasamfélagsins og uppspretta haturs og ótta, sem er eim af helstu ógnum við frið í heiminum.

Erfitt er að sjá hvernig sá draumur helstu hatursmanna Ísraelsríkis getur ræst að það verði upprætt.

Tímatöf á því að friður komist þarna á á milli tveggja ríkja, Israels og Palestínu, virðist því vinna á móti Hamas og heitustu andstæðingum Ísraels.

Því fyrr sem þeir átta sig á því og breyta stefnu sinni í samræmi við það, því betra, einkum vegna þess hvernig Ísraelsmenn komast því miður upp með það að ná undir sig eignum Palestínumanna með landnemabyggðum og öðrum aðferðum sem eru í raun ólöglegir landvinningar og eignarán.

 


mbl.is Andstæðingar fallast í faðma.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísraels her er næst stærstu hriðjuverkasamtök heims, næstit á eftir USA. Eina ráðið til að koma á friði þarna er að USA sem virðast ekki vera í stríði gegn öllum hriðjuverka samtökum taki þá til sín.

Það er örugglega hægt að koma þessu liði fyrir einhverstaðar í eyðimörk þar.

Þá geta þeir fundið alvöru hriðjuverkamenn til að berjast við.

Um frið verður aldrei samið við glæpalýð eins og Ísraelsmenn.

Trausti (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 09:51

2 identicon

Eiginlega undur að Ísraelsríki skuli enn  vera til. Umkringdir af þjóðum sem hafa það efst á dagskrá, heilagt markmið, allt í nafni Allah, að þurrka Ísrael út af landakortinu. Meðal annars er þess krafist, einnig af vestrænum ríkjum, að Ísrael “skili” Golan hæðunum sem þeir tóku 9-10 júní 1967 (the six-day war). Í dag, 44 árum síðar, er synir einræðisherrans og fjöldamorðingjans Hafez al Assad (Hama) að murka  lífið úr eigin þjóð. Talið er að í kringum 1500 manns hafi verið drepin af her landsins. “Regime” í striði við eigin þjóð, hugsið bara um þetta eitt augnablik. Það er skotið á fólkið úr þyrlum, skriðdrekum, af húsþökum. Kannski skiljanlegt að Ísrael vilji ekki hafa þessa villimenn upp á Golanhæðum og þeir sjálfir eins og “sitting ducks” fyrir neðan. Arabarnir eru snillingar í því að myrða hvern annan. Í átökum á milli Fatah og Hamas fyrir nokkrum árum voru framin ógeðsleg hryðjuverk. Það þótti t.d. “cool” að brjótast inn í sjúkrahús og myrða þá slösuðu. Einnig að draga óvininn upp á húsþak og henda honum niður af þakinu. Það þótti víst “super cool”. Sleppum því svo alveg að minnast á það sem er að gerast í Libýu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 09:52

3 identicon

Ég ætla ekki að segja að mér finnist Ísraelsmenn ekki vera dálítið grófir. EN...maður verður líka að setja sig í spor þeirra, og svo er svolítið skrautlegt að bera þá saman við nágrannaríkin svona í nútímalegu samhengi.

Skoðið þennan:

http://en.wikipedia.org/wiki/Israeli_wars

Og sjáið hvað oft hefur verið ráðist inn í  Ísrael af sambandi nágrannaríkja. Yom Kippur var ansi naumt vegna yfirburða Arabaríkjanna í herafla, enda átti að rúlla yfir þessa "sýslu" eins og í leifturstríði (Ísrael er ca 1/5 af Íslandi á stærð). Kannski hefðu Ísraelar tapð ef ekkihefði verið fyrirótrúlega frammistöðu skriðdreka þeirra í Gólan-hæðum, 100  á móti 500, og á einum punkti 2 á móti heilli herdeild).

Og tilhneigingin er að þúfan stækkar við hver átök. En yfirleitt eru Ísraelar espaðir af stað ef ekki er hreinlega rúllað í þá úr öllum áttum.

Mig grunar að þá langi mest til að Palestínumenn pakki bara saman og fari, en finnst nú þetta ómögulegt eins og er.

Þar sem ég hitti í starfi mínu slatta af Ísraelsmönnum hefur þetta komið upp á borðið oftar en einu sinni. Og það sem fólkið hefur sagt mér kemur kannski mest á óvart. (Þetta var mest yngra fólk, búið að eyða sínum 3 árum eða svo, bæði strákar og stelpur, - í herþjónustu.

Það var, enginn sérstakur kuldi út í araba eða Palestínumenn yfirleitt, - enda eru þeir um 20% af þjóðinni. Ekkert spes út í nágrannana sem hafa haldið sig á teppinu eftir misheppnaðar innrásir. En...það var pirringur út í þessa "vitleysinga" sem fela sig innan um fólk, sem annað hvort styður þá eða þorir ekki öðru, og nota það skjól til að fremja endalaus glæpaverk, þar sem aðal-skotmarkið eru óbreyttir borgarar. Og svo nágrannaríkin sem að eigin hvötum sumpartinn eru að fóstra alls konar lið.

Munið svo, að Palestínuríki viðurkennir ekki Ísraelsríki sem ríki, og öfugt....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 12:23

4 identicon

Er tad ekki undarlegur andskoti ad rikin umhverfis Palenstinu(Israel) hjålpi ekki sinu folki , med peninga, mat og hjålpargøgn. Tetta eru rikustu lønd veraldar(olia), en allur audurinn er å høndum 5-8 fjølskyldna. Tessar fjølskyldur hafa gegnum årin haldid løndum sinum nidri med olæsi, heimsku og kreddum og ef tad hefur ekki nægt, tå hervaldi drepid sina eigin landsmenn, vinstri hægri (Syrland i dag). En tad er ekki tessum rådamønnum ad kenna , tvi eitt skal lydurinn læra og muna ,hver er ovinurinn. Tad er ISRAEL

einar olafsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 15:37

5 Smámynd: Ólafur Als

Það er nokkuð til í því að tíminn vinni með Ísraelsríki. Verð þó að leiðrétta tvennt;

1) Styrjaldirnar hafa verið alla vega 3, hvar fleirtal Arabaþjóða hefur tekist á við Ísrael ; 1948-1949 ; 1967 og 1973. Að auki var stutt styrjöld árið 1956 við Egypta á Sinai, auk tveggja innrása Ísraelsmanna í líbanon.

2) Gaza býr ekki við einangrun af hálfu Ísraelsmanna - landamæri þeirra eru t.d. opnari við Gaza en landamæri Gaza við Egyptaland. Á Gaza eru stjórnvöld sem hafa á dagskrá sinni að þurrka Ísrael af yfirborði jarðar og sérkennilegt að kenna Ísraelstjórn um að ekki vilja hafa "opin" landamæri við slíkan aðila. Reyndar býr hluti Gaza-búa við allsnægtir en það er einkennandi fyrir landsvæðið að þeir milljarðar króna sem fara árlega í aðstoð til s.k. Palestínuaraba skuli lenda í kistum tiltekins aðals, ekki bara á s.k. Vesturbakka, heldur einnig á Gaza.

Þegar Frakkar og Bretar skiptu upp landsvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og austur til núverandi Íraks voru þeim mislagðar hedur. Sérstaklega voru mistök gerð við myndun Trans-Jordan, síðar Jórdan, en s.k. Palestínuarabar eru þar fjölmargir. Mun fleiri en vestan Jórdanár. Stærstu mistökin fólust m.a. í því að gera ekki ráð fyrir myndun sérstaks ríkis Palestínuaraba (og annarra þjóðflokka innan fjölskyldu Araba) vestan og austar Jórdanárinnar og eftirláta Gyðingum landsvæðið, sem þeir hafa nú yfir að ráða (með réttu eða röngu) - eða því sem næst. Annars voru Gyðingar, sem voru búsettir á þessu landsvæði nefndir Palenstínu-Gyðingar framan af tuttugustu öld; voru t.d. ávallt í meirihluta í Jerúsalem ...

Ólafur Als, 13.6.2011 kl. 17:14

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástæðan fyrir því að ég nefndi ekki stríðið 1948 var sú að það skall á um leið og lýst var yfir stofnun Ísraelsríkis og var að því leyti til hluti af tilurð þess.

Stríðið 1956 var háð vegna þess að Nasser lét Egypta þjóðnýta Súesskurðinn og var því ekki hefðbundið stríð sem snerist um tilverurétt Íslraelsríkis. 

Búin var til flétta þar sem stríð braust út milli Ísraelsmanna og Egypta og Bretar og Frakkar "skárust í leikinn" og "stilltu til friðar." 

Bandaríkjamenn lögðust gegn "Súes-ævintýrinu" vegna hinna miklu olíuhagsmuna sinna í Arabalöndunum og  stríðið var stöðvað.

Ómar Ragnarsson, 13.6.2011 kl. 20:19

7 identicon

Nasser átti ekki þessa framkvæmd, sem fjármögnuð var af Frökkum (aðallega) og Bretum á sínum tíma. Á meðan skurðurinn var vissulega í Egypsku landi, þá hafði hann fjörleg áhrif áviðskiptalífið fyrir tilvist sína eina.

En þjóðernissinninn Nasser vildi meira, og var tilbúinn að taka sjénsinn á tuski við gömlu veldin til að kanna möguleikann á að mjólka stórfé úr skurðinum. Hann vantaði kapítal v. framkvæmdanna við Aswan.

Olíuhagsmunir og ekki olíuhagsmunir....það sparar alla vega mjög mikla olíu að geta stytt flutningsleiðina um þúsundir kílómetra. Og ekki bara olíu, heldur ALLT til og frá austurlöndum fjær til Evrópu ALLRAR.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband