Efla þarf þingnefndirnar.

Það er skref í rétta átt að fækka nefndum Alþingis og gera þær jafnfram öflugri hverja og eina.

Þetta er í takt við þær tillögur sem nú má sjá í áfangaskjali Stjórnlagaráðs. Þar er gert ráð fyrir auknum verkefnum og völdum þingnefndanna og því að það verði í framtíðinni allt að því ígildi ráðherradóms að vera nefndarformaður auk þess sem embætti forseta Alþingis eru ætluð aukin virðing, völd og áhrif. 

Hugmyndin er að þeir Alþingismenn sem verða ráðherrar, víki af þingi og að eingöngu þingmenn geti lagt fram frumvörp.  Það mun sjálfkrafa færa nefndarformönnum, nefndarmönnum og þingmönnum aukin verkefni og áhrif, jafnvel þótt ráðherrar muni reyna að komast í kringum þessi ákvæði. 

Undanfarna áratugi hefur framkvæmdavaldið seilst til æ meiri áhrifa á kostnað löggjafarvaldsins og haft rík ítök í skipan dómsvaldsins og riðlað með þessu þrískiptingu valdsins. 

Í nýju stjórnarskránni verður sérstaklega tiltekið að valdið komi frá þjóðinni og í mínum huga eru valdþættirnir orðnir fleiri en áður var og sérstök ástæða til að huga að heppilegri valddreifingu og valdtemprun. 

Það getur stefnt í það í endurbættri stjórnskipan að litið verði til þess að allt að sjö valdþættir hafi aukið vægi þjóðaratkvæðataumhald hver á öðrum og sér þess víða stað í nýrri stjórnarskrá. 

:  Þessir valdþættir geta að mínum dómi verið sjö: Þjóðin (aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna) framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið, dómsvaldið, eftirlitsvaldið og forsetinn, fjölmiðlavaldið og fjármagnsvaldið. 

Að þeim öllum verður að huga þótt það geti verið misjafnlega auðvelt. 


mbl.is Nefndum Alþingis fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband