"Gúmmídúkkan" enn og aftur ?

Fyrir aldarfjórðungi var mikið um það rætt hver bylting það væri að fá til sögu ákveðinn hjálpartækjabanka, og ég segi um hann eins og "Kristján heiti ég Ólafsson": "Við förum ekki nánar út í það."

Ég get varla séð að einhver tækjabúnaður hótelkeðju muni valda neitt meiri byltingu en hjálpartækjabankinn góði á sínum tíma. 

Ekki frekar en að ráðamenn risaveldanna muni láta sér nægja einhver tækjabúnaður til mikilvægustu leiðtogafunda frekar en að hittast í návígi. 

Persónuleg kynni með ilmi, augnaráði, snertingu og staðbundinni útgeislun persónutöfra getur aldrei skilað sér með einhverjum tækjabúnaði á milli fjarstaddra manneskja. 

Á sínum tíma gerði ég gys að ofurtrú á tæknina í samskiptum fólks, þóttist hafa heyrt afdalabónda einn sitja með gúmmídúkku sína í fanginu úti á túni og kveða við raust: 


Ýmsir dúkkur ákaft lofa.

Eru þær hið mesta þing. 

Gúmmí-Dísu í dalakofa 

dreymir margan Íslending. 

 

Einnig söng ég lagið "Living Doll" sem jafnaldri minn, Cliff Richard gerði frægt á sínum tíma, með íslenskum texta, svohljóðandi: 

 

Ég fékk mér allra bláeygustu´og bestu gúmmídúkkuna. 

Blíð hún var og minnti mig á skæslegustu hjúkkuna. 

Ég tók hana í bíltúr, já, ég bauð henni´upp í Súkkuna. 

Ég dýrkaði og dáði íturvöxnu dúkkuna. 

 

Sjáðu á henni hárið,  alveg ekta, - 

og augun svo blíð og skær. 

Og hún var alltaf jafn upplögð, aldrei í fýlu

þessi yndislega mær. 

 

Hún varð mér svo kær að ég fór að kafa´eftir hennar löngunum

og kynna fór mér það, sem kannski passaði dúkkuhugsunum. 

(Talað innskot:)  Ég sé eftir að hafa gert það.

Því núna er hún farin að halda framhjá mér með vin sínum

og fór í ból með rafmagnsknúna draumaprinsinsum. 


mbl.is Kynlífið verði í gegnum netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa að tæknin muni gera okkur mögulegt að lifa inn í "Virtual worlds", þar sem ekkert takmarkar okkur nema ímyndunaraflið eitt.

Dildóar og annað er ekkert miðað við það sem koma skal, vonandi næ ég að sjá eitthvað af þessu áður en ég hrekk upp af. :P

doctore (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband