17.6.2011 | 11:11
Um margt líkur Dynk.
Nýi fossinn, sem fellur niður hamrabelti neðst í Morsárjökli er um margt líkur fossinum Dynk í Þjórsá, sem er flottasti stórfoss Íslands vegna hins óvenjulega lags síns, en hann er samansafn af 12-20 fossa, sem allir falla niður með miklum hávaða í sama fossstæðinu.
Hávaðinn í Dynk og útlit hans, sem hafa leitt til nafngiftarinnar, er mismunandi mikill eftir vatnsmagninu í honum og því miður er búið að taka í rólegheitum með Kvíslaveitu þriðjunginn burtu af vatninu, sem annars félli ótruflað um þennan mikla foss, sem er á stærð við Gullfoss.
En það er að vísu afturkræf aðgerð ef vatninu frá Kvíslaveitu verður einhvern tíma á ný veitt um þennan mikilfenglega foss.
Ég hef áður bloggað um það að nýi fossinn/fossarnir í Morsárdal ættu að heita Morsárfoss/Morsárfossar en líst við nánari athugun betur á heitið Morfoss/Morfossar, sem vísa til þess að allt sé morandi í fosssum í þessu stækkandi fossstæði.
Hann er fjarri því að ná sama mikilleik og Dynkur en svipar á sinn hátt til Hraunfossa, sem eru margir litlir samhliða fossar og kannski merkilegustu fossar hér á landi.
Fossafansinn í Morsárjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski aulaleg uppástunga, en þar sem fæstir vita hvar þeir eru, nema að þeir koma undan vatnajökli, -hvernig væri bara "Jökulfossar"?
Morfossar er annars vel hljómandi, og auðvelt fyrir erlenda ferðamenn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.