17.6.2011 | 23:57
Lögmál framboðs og eftirspurnar?
Ekki hef ég séð skýringar á því af hverju mun færri voru á þjóðhátíðartónleikum núna en undanfarin ár.
Varla er slæmu veðri um að kenna því að 14 stiga hiti var síðdegis í dag í Reykjavík og þurrt veður.
Skýringin hlýtur að vera samkeppni við aðrar samkomur og tónleika. Framboð af slíku hefur verið afar mikið að undanförnu með tilkomu Hörpu og síðan má ekki gleyma því að Menningarnótt í Reykjavík er orðin gríðarlega fjölmenn hátíð.
Ofan á þetta bætist að vegna þess þjóðhátíðardagurinn lengdi helgina upp í þrjá daga og það freistar margra að fara út úr bænum og nýta sér hina löngu helgi.
Óvenju fámennt á tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil trúa því að hundaeigendur borgarinnar hafi verið að mótmæla þessu banni sem settu hefur verið á stórhátíðir. Er sjálfur hundaeigandi og skil ekki alveg á hvaða plan þessi umræða er komin sbr. blogg við fréttum hér á Moggablogginu. Ég ber virðingu fyrir fólki sem er smeykt við hunda og vill ekki vera í kring um þá. Það hlýtur að vera hægt að fara einhvern milliveg án þess að setja boð og bönn.
Kristinn Bjarnason, 18.6.2011 kl. 02:01
Ég held að það geti líka verið farið að spila inn í að fólki mislíkar að verið sé að draga tugþúsundir í miðbæinn þar sem er mjög takmarkað bílastæðapláss og þeir sem voga sér að leggja á grasbölum þar sem bílar þeirra þvælast ekki fyrir almennri umferð geta samt búist við 5000 króna sekt fyrir að leggja ólöglega. Ég held að stjórn- og borgaryfirvöld verði að fara að ákveða í hverju forgangurinn eigi að liggja: Nægu bílastæðaplássi í miðbænum og við helstu íþróttavelli bæjarins, góðum almenningssamgöngum í borginni sem geta flutt tugi þúsunda á milli bæjarhluta á tiltölulega skömmum tíma á hátíðisdögum, eða tilslakanir á sektargleði lögreglunnar á hátíðisdögum eða í nánd við íþróttavelli og almenningssvæði þegar vitað er að aðsókn er miklu meiri en bílastæðapláss hverfisins er hannað fyrir. Miðað við fréttirnar af fjölda stöðusekta sem skrifaðar voru út í dag myndi ég ætla að margir hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir mæta á Menningarnótt Reykjavíkur síðar í sumar.
Þegar ég les um þessa sektunargleði lögreglunnar rifjast upp vefpistlar og ljósmyndir af kolólöglega lögðum bifreiðum fyrir utan Laugardalshöll (þar á meðal jeppi í stæði fyrir fatlaða) vegna árshátíðar ónefnds banka, og þrátt fyrir að kvartað væri yfir þessum grófu stöðubrotum til lögreglunnar sinnti hún í engu þeim tilmælum að bílar "elítunnar" væru sektaðir.
Haraldur Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 03:30
Nei, ekki hundspottin, enda hata þeir háværa músík og fólksmergð! Nefnilega framboð og eftirspurn! Bjartmar og bergrisarnir? Hmmm???
Almenningur (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:59
Er ekki bara eðlilegasta skýringin sú að 17. júní bar upp á föstudegi svo margir að taka langa helgi úti á landi.
BaldurM (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.