19.6.2011 | 21:46
Flottasta gella allra tíma !
Kannski segi ég þetta af því að ég var á táningsaldri þegar sól Marilyn Monroe skein hæst. Kannski finnst mér að enginn hafi nálgast James Dean að áhrifamætti sem kvikmyndaleikari vegna þess að hann var líka uppi á sama tíma.
Kannski finnst mér tími Elvis Presley, Chuck Berry og Ray Charles töffasti tími sem um getur af því að maður var á þessum aldri.
Og þó.
Umskiptin sem urðu á árunum 1955-65, þegar unglingar gátu í fyrsta skipti í veraldarsögunni veitt sér munað, sem var óþekktur áður, voru án hliðstæðu og einstök.
Byltingin, sem varð í tónlist, kvikmyndum og afþreyingariðnaði hvers konar, spratt af þessum ytri aðstæðum.
Ungt fólk hafði efni á að gera uppreisn gegn grónum hefðum og hafa áhrif á tíðarandann. Ungt fólk varð að einhverjum mikilvægasta markhópi hvers kyns iðnaðar og það skóp þessa miklu byltingu þar sem unga fólkið varð leiðandi og fullorðna fólkið neyddist til að berast með þessari bylgju.
Þegar hippabyltingin varð tíu árum síðar og pönkið kom tíu árum á eftir því, var það í raun ekki eins mikil bylting, því að þarna ráku unglingabyltingar hver aðra, gagnstætt því sem var upp úr 1955, þegar þetta snerist um unglingana sem hreinar andstæður við hina eldri sem höfðu ráðið ferðinni í aldarfjórðung án mikilla breytinga, þótt jassinn hefði haslað sér völl 20 árum fyrr.
Myndin af Marilyn Monroe í hvíta kjólnum sem lyftist upp í straumi lofts upp úr rist í gólfinu er hreint meistarastykki, hvar sem á er litið, hvert einasta smáatriði.
Hún og ljósmyndin af Ali þar sem hann stendur yfir föllnum Liston og manar hann til að standa upp, túlka þessi ár sennilega betur en nokkrar aðrar myndir. Þessi ljósmynd Neil Leifer hefur verið talin besta íþróttaljósmynd allra tíma.
Bæði augnablikin eru til á kvikmynd, en stundum er það svo að ljósmyndirnar segja meira en kvikmyndir af því sama.
Ljósmyndin hefur það fram yfir kvikmyndina, að hún leyfir ímyndunarafli hvers og eins að skapa þá hreyfingu og umgjörð sem einstaklingurinn kýs. Í því felast yfirburðir hennar.
Frægur kjóll seldur á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir minn smekk er það Sophia Loren
Gunnar Waage, 20.6.2011 kl. 03:10
Raquel Welch og hún er ennþá falleg :-)
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 06:28
Hvítkjólagella dagsins er náttúrulega Pippa.
Enda búinn að skíra hvíta kvígu í hausinn á henni ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 09:53
Ef hún skal vera ítölsk, þá Silvana Mangano. Sophia Loren er trunta.
Annars sammála Rafni, Raquel Welch er flottust.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.