Líkaminn er ekki skapaður fyrir farsíma.

Ýmsar rannsóknir hafa leitt það í ljós, sem raunar var fyrirséð, að það er oftast óhollt, sem nútímamaðurinn leggur á líkama sinn og ekki var hluti af áreitinu á dögum fyrri kynslóða, jafnvel árþúsund aftur í tímann. 

Ég fæ ekki séð að heili okkar, taugakerfi og önnur líffæri hafi verið sköpuð til þess að þola geislun og bylgjur síma og rafeindatækja eða hafi haft þær aldir og árþúsund til að aðlaga sig að því. 

Því miður mun líkleg óhollusta ekki koma strax fram. Það mun þýða að enda þótt elstu kynslóðirnar sleppi vegna þess að þær hafi ekki verið í þessu umhverfi lengi, er hættara við að yngsta fólkið, sem á eftir að leggja þetta á sig á langri ævi, muni verða fyrir barðinu á hugsanlegri óhollustu geisla- og bylgjuáhrifa.

Og þá verður of seint að snúa til baka hvað þetta fólk varðar.  


mbl.is Farsímar ekkert hættulegir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Durtur

Það er nú svosum hægt að reyna að líta á björtu hliðarnar á þessu; þeir sem lifa þetta af (einhverskonar stökkbreytt ofurmenni, geri ég ráð fyrir) ættu að vera mun betur til þess fallnir að þrauka langar geimferðir, og geislunina sem þeim fylgir. Algjört möst þegar Jörð gamla geispar loksins golunni, hebbði ég haldið. Svo er nóg til af þessu unga fólki, sýnist mér... það er hreinlega allsstaðar þessa dagana. Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að það væri að plotta einhverskonar yfirtöku í framtíðinni. Fylgjumst grannt með...

Durtur, 22.6.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Án tillits til krabbameins er annars er orðið „rafseglumengun“ orðið íslendingum tamt í munni, 67þús færslur sýnir gúgúl við leit.  Enda krabbi bara eitt atriði sem ætti að vera búið að rannsaka í tengslum við geislunina frá farsímunum.

Ragnar Kristján Gestsson, 22.6.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband