23.6.2011 | 00:13
Hinn raunverulegi úrslitaleikur Íslands.
Hinn raunverulegi úrslitaleikur íslenska liðsins á U-21 mótinu var á móti Hvít-Rússum því að þar töpuðum við fyrir slakasta liði riðilsins. Við áttum enga möguleika á að vinna Sviss og fyrirfram hefði danska liðið átt að reynast okkur erfiðara en lið Hvít-Rússa.
Það hefur því miður oft gerst að á stórmótum hafa íslensk lið tapað fyrir hinum slakari liðum og þar með komið sér í þá stöðu að þurfa að fara erfiðustu mögulegu leið að markinu.
En strákarnir, sem nú eru að byrja að mynda framtíðar aðallandslið Ísland hafa fengið dýrmætari reynslu á þessu móti og undankeppni þess en nokkurt annað karlalandslið í sögu íslenskrar knattspyrnu.
Það gefur góðar vonir um framtíðina.
Kærar þakkir, Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur að vísu rétt fyrir þér með orðum um þennan fyrsta leik.
En samt þarf formaður KSÍ og aðrir forystumenn KSÍ að segja okkur frá því hvað þeir meina . Er einhver meining með því að senda einhver landslið í keppnir yfirleitt ?
Hvers vegna fékk þetta lið ekki þann tíma sem það þurfti í unndirbúning fyrir þessa úrslitakeppni ?
Nokkrir hafa bent KSÍ forystuna á að tala við HSÍ varðandi þessi mál ?
Hvað gerði KSÍ forystan ef ekki væru peningar frá Evrópusambandinu ?
Hefðu þeir þá talað við HSÍ ?
JR (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.