Vel unnið úr óvenjulega erfiðum aðstæðum.

Við hjónin komum í nótt úr ferð upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum norður af Brúarjökli og alls staðar blöstu við áhrif alveg einstaklega kalds veðurfars nú í vor, sem stendur enn. 

p6240128.jpg

Við fórum með 20 ára gamlan lítinnn blæjujeppa af gerðinni Geo Tracker (Ameríkugerðin af litla Vitara) og á efstu myndinni erum við á ferð í Norðurárdal í Skagafirði.

Vel sést að hlíðin á bak við er grágul.  

Þrátt fyrir mikla kulda í allt vor hefur flugvöllurinn verið fær í meira en mánuð og ég var að snyrta þar til eftir veturinn í samræmi við það að hann er nú kominn í viðurkenndan hóp íslenskra flugvalla samkvæmt öllum stöðlum og opinn fyrir allar flugvélar allt upp í Fokker 50, og flugvélarnar fulltryggðar eins og á öðrum völlum á skrá Flugmálastjórnar.  

p6260134.jpg

Næstu myndir eru teknar inni á Sauðárflugvelli þegar þangað eru komin hjónin Þórhallur Þorsteinsson og Dagný Pálsdóttir til að hjálpa til og fara með mig niður að Möðrudal, en upphaflega ætlaði Arngrímur Jóhannsson að fljúga inn eftir til að sækja mig, en ekki var flugveður.

Ég vil ýsa yfir ánægju minni með þá þjónustu við ferðamenn, sem sýnd er með því að opna leiðirnar upp í Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Öskju að undanförnu, þar er verið að vinna gott starf við erfiðar aðstæður.

p6260139.jpg

Það var nöturlegt að sjá stórkalin tún bænda á leiðinni og það, hvernig gróðurlendið er enn grátt og gult, enda hefur lofthitinn Lofthiti á þessum slóðum hefur lengst af í vor verið aðeins rétt fyrir ofan frostmarkið og því nær engin bráðnun jökla og jökulárnar vatnslitlar í samræmi við það.

Það flögraði að mér í þessari ferð að ástand eins og þetta, þegar kaldur loftmassi streymir vikum saman meðfram hæð yfir Grænlandi suður yfir landið, gæti orðið viðvarandi ef veðurfar hlýnar áfram og allur ís bráðnar í Íshafinu.

Þá yrði ógnarskjöldur Grænlandsjökuls einn eftir allt árið og gæti bundið við sig þráláta kuldahæð í enn ríkara mæli en nú er.


mbl.is Öskjuferðir hafnar úr Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af þeim fjölmörgu reiknilíkönum, sem veðurfræðingar, haffræðingar og veðurfarsfræðingar hafa sett upp til að líkja eftir afleiðingum hinnar hnattrænu hlýnunar beindist að áhrifum hennar á hafstrauma, m.a. í Norður-Atlantshafi og þá sér í lagi þessu svokallaða "conveyor belt", þar sem hlýr hafstraumur sekkur niður hér nærri Jan Mayen og flytur kaldsjóinn við botn suður á bóginn. Þetta reiknilíkan sýndi miklar líkur á því að ef bræðsluvatn frá hafísnum og aukin bráðnun Grænlandsjökuls yrði í þeim mæli, sem allt benti til, myndi veðurfar á Íslandi kólna og úrkoma minnka. Staðbundinn kuldapollur yrði viðvarandi hér á okkar svæði. Nú eru spár að sjálfsögðu spár, en merkilegt er hvað kuldapollurinn hefur verið þrálátur það sem af er sumri og langtímaspár gera ráð fyrir að "lífslíkur" hans séu ansi góðar.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 20:35

2 identicon

Ef ég man það rétt, þá tæpti Páll Berþórsson á þessu fyrir nokkuð löngu, allt að 20 árum kannski.

En svo er það spurning hve kalt þetta kalda loft verður ef ísinn er farinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband