Verður áfram landlægt, því miður.

Tvær ferðir mínar víðsvegar um Eþíópíu á árunum 2003 og 2006 vöktu ekki bjartsýni á lausn þess þráláta og óhjákvæmilega vanda sem við er að glíma í suður- og suðausturhluta þess lands og í nágrannaríkinu Sómalíu.

dscf0042_1094142.jpg

  Með þessum pistli fylgja nokkrar myndir úr ferðinni 2006 þegar þarna ríktu þurrkar og hungursneyð og dauð dýr lágu við leið okkar. 

Við heimsóttum aftur fjölskyldu, sem hafði verið heimsótt 2003 og fórum að leiði eins barnsins í fjölskyldunni, sem hafði dáið.  Þetta er hið grimma líf sem þarna er lifað.

Með pistlinum fylgja líka myndir af þorpi sem fékk kornmyllu af gjöf frá Íslandi.  

dscf0044_1094143.jpg

Eþíópíumenn eru þegar orðnir fleiri en Þjóðverjar, eða 85 milljónir, en samt er hagkerfi landsins litlu stærra en hagkerfi Íslands, sem er með næstum 300 sinnum færri íbúa. landsins hrakar frekar en hitt, enda hefur offjölgun fólks valdið því að landið er ofnýtt.

Það var hungursneyð seint á níunda áratugnum sem hratt af stað átakinu "Hjálpum þeim!" sem fæddi af sér samnefnt lag sem helstu söngvarar Íslands sungu.

Það hefur síðan æ ofan í æ skapast þarna svipað ófremdarástand sem miður er ekki hægt að sjá að hægt verði að komast hjá um ófyrirsjáanlega framtíð.

dscf0049_1094144.jpg

Það þýðir þó ekki að Vesturlandabúar eigi að sitja með hendur í skauti. Tiltölulega ódýrar aðgerðir geta skilað undramiklum árangri.

Um það sannfærðist ég í ferðinni 2006 þar sem ég fór til að fylgjast með því þegar Akureyrarbær afhenti litlu þorpi í El-Kere héraði svonefnda kornmyllu, sem er lítið tæki og einfalt, en skapar alveg ótrúlega mikið hagræði fyrir matvælaframleiðslu þessa fátæka fólks.  

 

dscf0081_1094146.jpgdscf0077_921488_1094145.jpg
mbl.is Þurrkar ógna lífi í A-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband