30.6.2011 | 20:53
Svipað og í Moskvu og Karíó?
Muammar Gaddafi er slægur sem höggormur og hefur ráðið erlenda málaliða til að siga á mótmælendur í Líbíu. Með því minnkar hann hættuna á því sem gerðist í Karíó þar sem hermenn fengust ekki til að skjóta á samlanda sína.
Þegar Jeltsín stökk upp á skriðdrekann í Moskvu 1991 og hvatti hermennina til að hlýða ekki fyrirskipunum valdaræningjanna sem höfðu tekið völdin af Gorbasjof, snerust hermennirnir í lið með uppreisnarmönnum.
Svipað virðist vera að gerast í Jemen.
Stundum misreikna valdamenn tryggð hermanna sinna.
Þegar Napóleon sneri úr útlegð frá Elbu eftir að hafa beðið ósigur og verið hrakinn þangað, sendu ráðamenn her á móti honum.
En hermennirnir sneru við blaðinu þegar þeir stóðu andspænis fyrrum keisara og gengu í lið með honum.
Napóleon hefur vísast haft svipaða persónutöfra og sagt er að Hitler hafi haft, dáleiðandi galdra, svo að notað sé tvíbentara orð en töfrar.
En það varð til lítils að hann náði völdum á ný því að hann og hinn nýi her hans biðu endanlegan ósigur við Waterloo.
Hermenn til liðs við mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.