Vonbrigði eftir bíósýningu.

Þegar stórmyndin Aviator um lífshlaup Howards Hughes var sýnd var það að sjálfsögðu skylduverk fyrir mig að sjá hana, enda efni hennar stórbrotið í meira lagi. 

Á ská  fyrir aftan okkur hjónin sátu önnur hjón sem lifðu sig mjög inn í myndina og sá ég á viðbrögðum mannsins, að flugatriðin áttu hug hans allan en kona hans virtist njóta best þeirra atriða þar sem Hughes var í slagtogi við fagrar konur og kvikmyndadísir.

Þegar myndinni lauk og fólk stóð upp sagði konan stundarhátt við mann sinn: "Hvað? Er myndin búin? Af hverju var ekkert um Playboy?"

Augljóst var að konan hafði farið mannavillt hvað snerti þann, sem myndin fjallaði um, og haldið að það væri Hugh efner, stofnandi og eigandi Playboy. 

Mér var skemmt því að á þessu gátu verið tvær skemmtilegar skýringar:

1. Hjónin stóðu bæði í þeirri trú að myndin fjallaði um glaumgosann og flugmanninn Hughes en héldu að hann hefði líkað stofnað og átt Playboy.

2. Karlinn var svo áfjáður í að sjá hin mögnuðu flugatriði og önnur stórmál í lífi Howards Hughes að hann annað hvort stuðlaði að misskilningi konu sinnar eða gerði ekkert til að leiðrétta hann. 


mbl.is Hugh Hefner er eftirsóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það verur ekki af þér skafið Ómar að þú ert með augun alls staðar. Þú segir að hjónin hafi setið á ská fyrir aftan ykkur en samt er ekki annað að sjá en þú hafir fylgst betur með þeim en myndinni því það er ekki stafkrókur um hana. Var myndin svona léleg að það var skemmtilegra að fylgjast með fólkinu en kvikmyndinni eða hvað???

Landfari, 3.7.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir mig sem flugáhugamann og áhugamann um sögu var myndin mjög góð, einkum atriðið þar sem hann brotlenti í skóginum.

Ég segi hvergi í pistlinum að ég hafi fylgst með þeim allan tímann meðan á myndinni stóð, en ég komst ekki hjá því að heyra í þeim einstaka siinnum, vegna þess að þau sátu alveg rétt við okkur, karlinn í um það eins meters fjarlægð, og ég gjóaði þá augunum til hliðar í átt til hans. 

Hefur þú aldrei farið í bíí, Landfari og setið hjá fólki sem lifir sig inn í myndina?

Ómar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 19:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og úr því að byrjað er að fjalla um myndina sjálfa get ég bætt því við að Hughes hefur lengi skipað sérstakan sess hjá mér, enda fórum við hjónin bæði að skoða frægustu flugvél hans, "Grenigæsina" (Spruce Goose) sem þá var á safni í Los Angeles.

Hún var allt frá 1947 til okkar daga stærsta flugvél heims og með svo stóra og þykka vængi, að flugvirkjar gátu farið um sérstök göng innan í vængjunum til þess að vinna við alla hreyflana!

Þar að auki voru sum loftför, sem hönuð voru á vegum Hughes og báru nafn hans, merkileg, svo sem Hughes 500, sem var notadrjúg í Vietnam og minnsta Hughesþyrlan.

Tvær slíkar hafa verið hér á landi og framleiðsla þeirra hefur staðið í næstum hálfa öld, allt fram á okkar daga!

Ómar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband