Fagmaður fram í fingurgóma.

Í mars síðastliðnum voru 15 ár síðan samstarf okkar Bubba Morthens hófst við að lýsa hnefaleikum á Stöð tvö og á þessum tíma hefur tekist með okkur gróin vinátta, svo gróin, að ég tel hann í fremstu röð hvað snertir nánustu vini mína. 

Ég áttaði mig á því hvað sú mynd af ákveðnu fólki getur verið brengluð eftir því hvað helst kemur fram á yfirborðinu um það. 

Um þetta kann ég mörg dæmi.

Öllum, sem þekktu Bessa Bjarnason, var ljóst að hann væri í fremstu röð meðal fjölhæfustu leikrara landsins.

En það háði Bessa alla tíð að einn þessara þátta í snilld hans var það hve góður gamanleikari hann var, en það er fágæt náðargáfa. Fyrir bragðið fékk Bessi aðeins fá bitastæð alvarleg hlutverk og var það miður. 

Alfreð Andrésson var svo góður gamanleikari að hann fékk aldrei að spjara sig í alvarlegum hlutverkum utan einu sinni þar sem hann var borinn inn á svið sem liðið lík en þá "sprakk salurinn úr hlátri"

Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason eru frábærir alhliða leikarar, svo góðir, að Spaugstofustimpillinn nær sem betur fer ekki að koma í veg fyrir að þeir fái alvarleg hlutverk. 

Bubbi Morthens ruddi sér braut sem pönkari og grófgerður uppreisnarmaður, enda kom hann fyrst fram einmitt á þeim tíma sem sú tónlistarstefna og hegðun tónlistarmanna var í hámarki.

Af þessum sökum var ég ekki einn um það að samsama þetta almennum karakter og hegðun hans sem grófur og stundum ruddalegur bæði sem persóna og tónlistarmaður.

Við nánari kynni birtist mér allt annar og margfalt merkilegri maður en ég hafði haldið hann vera.

Raunar hefur Bubbi sýnt það í tónlistarsköpun sinni hve fjölhæfur hann er og hver lífsgildi hans eru.

Ég heyrði hann eitt sinn syngja á ensku kántrítónlist á tónleikum og þá áttaði ég mig á því hve fanta góður söngvari hann er, en það vill falla í skuggann af tónlistar- og textasmíð hans.

Að því kom að ég vann með honum að gerð tveggja laga, "Maður og hvalur", en það lag og texta samdi ég með hann einn í huga til að syngja það,  og síðan lagið "Landi og lýð til hagsældar" en það lag var forboði þess sem koma skyldi haustið eftir í aðdraganda Jökulsárgöngunnar.

Við flutning og útfærslu beggja þessara laga, einkum þess síðara, áttaði ég mig á þeim kosti Bubba, sem mörgum sést yfir, og þá einkum í ljósi þeirrar myndar sem upphaflega var mest áberandi af honum sem grófs tónlistarmanns.

Þessi eiginleiki, kannski einhver sá allra mikilvægasti, er vandvirkni, 100% vandvirkni og yfirlega yfir því hvernig best sé hægt flytja viðkomandi verk svo að það verði ekki betur gert.

Bubbi hefur heitt og hlýtt hjarta sem snertir hvern þann sem honum kynnist náið og er fagmaður fram í fingurgóma.  


mbl.is Vildi gera besta lag sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Mikið er ég sammála þér Ómar. Ekki veit ég hvað veldur því að þú kemur þessu á framfæri núna en hvað Bubba varðar þá var hann nú ekki í miklu uppáhaldi hjá mér á mínum yngri árum en hann hefur stöðugt unnið á nú finnst mér hann með þeim bestu á sínu sviði.

Sem slíkur hefur hann mikil áhrif og það er alkunna þeir sem þurf að vinna áróðursstríð reyna að fá slíkt fólk til fylgis við sig. Bubbi hefur því miður fallið í þá gryfju að vera að tjá sig opinberlega um hluti sem hann hefur ekkert vit á að því er virðist. Sá um daginn eitthvert myndskot þar sem hann styður upptöku evrunnar (sem útaf fyrir sig gæti að sumu leiti verið hið besta mál) en með slíkum endemis rökum að ég hef bara aldrei heyrt annað eins og hefur þó margt skondið verið tínt til.

Þið listamenn sem alþýðan styður þó elítan sem úthlutar listamannalaunum geri það ekki verðið að passa ykkur á að láta ekki misvitra pólitíkusa misnota ykkur.

Landfari, 1.7.2011 kl. 12:41

2 identicon

Bubbi er besti tónlistarmaður Íslands, fyrr og síðar.

EN, skrif Bubba um ágæti og sakleysi útrásavíkinganna hafa vakið með mér bæði hroll og reiði.

Bubbi hefur sjálfur sagt að hann tapaði eigum sínum við hrun Íslands, ég tapaði sjálfur yfir 15 milljónum á gengishruninu (ég var nýbyrjaður í háskóla í Danmörku þegar hrunið kom)(vissulega er vafasamt að tala um hrátt tap á gengishruni því krónan var ansi sterk er ég flutti út, ég nota því gengið 14 Ikr= 1 DKK í útreikningum mínum og reikna út mismunin við raungengið á þrjú ár).

Ég er fullur reiði í garð bæði stjórnmálamanna og útrásavíkinga og mun aldrei taka upp hanskann fyrir hvorugan aðilan.

Ef Bubbi hefur tapað líkt og hann talar um..hvað rekur hann áfram í skrifum sínum ??

Ég hef ætíð verið sterkastur í stærðfræði og sögu, stærðfræðin gefur mér rökhugsun, sagan gefur mér samhengi hluta, sagan gengur jú í hringi.

Í mínum huga er hvati Bubba annar af tveim möguleikum:

1) Hann er fullkominn einstaklingur sem ekkert aumt má sjá (það hefur þó ekki skinið í gegn um talsmáta hans í gegnum tíðina).

2) Honum var forðað frá gjaldþroti með skrifum sínum (því miður hallast ég að þessu vali því það eru takmörk fyrir hve lengi ærlegur maður getur kysst vöndinn).

Þetta finnst mér miður því það hefur dregið stórlega úr áliti mínu á þessum stórkostlega listamanni !!

Innst inni vona ég að ég hafi fullkomlega rangt fyrir mér..en ég viðurkenni að ég erfrekar svarthvítur í skoðunum á réttu og röngu og vel má vera að sá meðfæddi galli trufli mat mitt í þessu máli.

En hvað sem öðru líður.. hafðu það gott Ómar, þú ert alltaf flottur.

runar (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 15:23

3 identicon

Þegar hann skipti út stál og hníf fyrir seðla og kort... þá var sérstaða hans farin; Hann seldi sálu sína, svo þetta mas í honum með útrásarvíkinga.. slappt.

Ég kunni vel við gamla Bubba... Sá nýi er ekki neitt spes, þó hann geti verið góður vinur vina sinna.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um smekk verdur ekki deilt, en Bubbi Morthens er ad minu mati agaetur blues-songvari, midlungs gitarleikari, lelegur lagasmidur med nokkrum undantekningum og skelfilegur textasmidur.

Svo er hann flautathyrill, segir eitt i dag og annad a morgun.

Bubbi er ahugaverdur upp ad vissu marki, en svo verdur hann afskaplega threytandi og thaettirnir hans Faeribandid, eru eiginlega pinlegir og ekkert annad.

Svo slo hann oll met thegar thaturrinn hans fjalladi um hann sjalfan.

Thad sem bubbi gerir og segir er stundum ovaent, en kemur manni samt sjaldan a ovart.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2011 kl. 21:14

5 identicon

Ég er vandlátur á útvarpsþætti, en ef ég datt inn á Færibandið, þá hlustaði ég alltaf til enda

Almenningur (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 21:51

6 identicon

og svo leir hnoðaður á einni mínútu:

Bjartnættis-svartsýni:

Á Íslandi er engin von,

alltof bjartar nætur!

Allir kallar Einhvers-son,

og kellur Einhvers-dætur!

Hrússinn , 2.07.2011

Almenningur (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband