Drepur fleiri en flest önnur fíkniefni.

Nikótín er erfiðast allra fíkniefna fyrir fíklana að losa sig við. Munar töluverðu á því og næst erfiðasta fíkniefninu sem er heróin.

Fyrir 20 árum hefði það þótt fráleitt að setja á bann við reykingum á opinberum stöðum eins og nú hefur verið gert.

Tóbakið er sem betur fer á undanhaldi en líklega er frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur álíka langt á undan samtíð sinni og frumvarp um bann við reykingum á opinberum stöðum hefði verið á sínum tíma.

Gallinn við framkvæmd svona frumvarps felst líklega í því hve mikill kostnaður og fyrirhöfn myndi fylgja því að gera sígarettur lyfseðilsskyldar.

Ef hægt yrði að sýna fram á að reykingar myndu minnka svo mikið við þetta að heilsufarslegur ávinningur yrði meiri en kostnaðurinn vegna lyfseðlanna yrði kannski mögulegt að fá sölubann sett á nema gegn lyfseðli.

En líklega verður engin leið að segja til um slíkt fyrirfram og þess vegna borin von að frumvarpið verði samþykkt.

Og miðað við mikla umræðu undanfarið af svonefndu "læknadópi" má búast við að lyfseðilskyldar sígarettur sem "læknadóp" fái á sig frekar leiðinlegan blæ.


mbl.is Guardian fjallar um tóbaksfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já góðan daginn, er þetta Saxi læknir? Já einmitt það. Heyrðu ég er með svo mikinn verk í lungunum, heldurðu að þú gætir ekki skrifað uppá svona eins og eitt karton af Winston til að slá á verkinn.

Nei komon, hvaða læknir myndi skrifa uppá eiturlyf sem vitað er að veldur krabbameini og allskonar hjartasjúkdómum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Promotor Fidei

Hvernig væri að Alþingi setti á laggirnar sólarhrings símsvörun þar sem almenningur getur hringt inn og fengið ráð hjá þingmönnunum um allt frá því hvernig á að brjóta saman sokka yfir í hvaða rauðvín á að panta með steikinni?

Það er alveg ljóst, m.v. forræðishyggjuna sem rennur í stríðum straumum frá Alþingi, að íslendingar hafa ekki rænu til að taka minnstu ákvarðanir um eigið líf. Og líka ljóst að þingmennirnir vita miklu betur en við sjálf hvað er okkur fyrir bestu. Mikið erum við heppin að hafa svona stjórnmálamann til að frelsa okkur frá öllu illu.

Promotor Fidei, 4.7.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Vendetta

"...yfir í hvaða rauðvín á að panta með steikinni?"

Ha! Þá yrði svarið bara: "Rauðvín? Steik? Ég held nú ekki! Drekktu blávatn með soyabaununum, góurinn! Og farðu svo með 30 Maríubænir fyrir að hafa þessar saurugu hugsanir!"

Vendetta, 4.7.2011 kl. 23:28

4 identicon

Þrátt fyrir að tóbak sé meira ávanabindandi en flest önnur fíkniefni og mjög aðgengilegt þá hefur samt tekist að minnka neyslu á því um helming á tveimur áratugum. Á sama tíma er neyslan að að standa í stað eða aukast á flestum ólöglegu efnunum.

Það hefur verið náð miklum árangri í að minnka reykingar með forvörnum... samt er verið að stinga upp á svona öfgum þrátt fyrir allan árangurinn.

Svona virkar þetta blessaða lýðræði okkar því miður, oft níðst á minnihlutahópum. Áfengi er að mörgu leiti verra fíkniefni en munurinn er hinsvegar sú að töluvert fleiri (stjórnmálamenn) drekka og þess vegna er ekki ráðist jafn hart gegn því.

Þessi mismunun er þreytandi.

Kominn tími til þess að hætta þessari afskiptasemi og bara leyfa fullorðnu fólki að dópa í friði ef það er tilbúið að leggja heilsu sína í hættu, hætta svo að mismuna því eftir því hvaða efni það velur.

Ef núverandi forsjárhyggjuþróun heldur áfram þá verður örugglega bannað að borða kjöt og stunda kynlíf árið árið 2050.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 23:40

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Tóbaksfrumvarp hvað, og til hvers?

Tillaga Sifjar Friðleifsdóttur um reykingar, er mér óskiljanleg með öllu. Hún hlýtur að hafa ofgert sér með sjósundinu heilsusamlega, blessuð konan. Hafmeyjar geta líklega ekki stjórnað reykinga-landkröbbum á skynsamlegan og raunhæfan hátt, með boðum og bönnum, í upplýstu nútíma-tölvu-samfélagi. 

En þar fyrir utan, held ég að Sif sé alveg ágætis kona.

Það eru ekki reykingar sem drepa flesta heimsbúa, og læknisfræðin er ekki byggð upp, til að ávísa sígarettum til fólks, eftir því sem ég best veit.

En tóbaksframleiðendur eru með í stjórnun svika-heimspólitíkurinnar, ásamt heims-lyfjamafíunni, sem semur vísinda-læknisfræðibækurnar, sem læknar eru látnir læra, sem segja ekki neitt um óhefðbundnar lækningar og jurtir, einhverra undarlegra hluta vegna?

Vísinda-læknunum okkar er þrælað í gegnum margra ára háskólanám, með tilheyrandi námslána-skuldaklöfum, og svo eru þeir sviknir um raunverulegar staðreyndir jurtalækninga, í þessum einhliða vísinda-háskólum hins vestræna heims. Grasalæknis-fræðin er miklu eldri og raunverulegri en vísindalæknis-fræðin.

Og næringarfræðingar eru valdalausir í vestrænni heilsufars-fjölmiðlaumræðu, þó sannað sé, að næringarskortur, og röng samsetning fæðu, með tilheyrandi ójafnvægi, veldur flestum sjúkdómum. Reykingar eyða t.d. C-vítamíni, sem fólki er svo lífsnauðsynlegt.

Ég vara þó mjög mikið við einhæfri öfga-áróðurs-umræðu í þessum viðkvæmu læknis-lyfjamálum, eins og hafa fengið að viðgangast á RÚV, svo lengi sem sú fjölmiðlastofnun hefur verið starfandi á Íslandi, og hefur farið langt út fyrir alla raunhæfa og réttláta umfjöllun, síðustu mánuðina, og skaðað marga, með einhæfri og ófullnægjandi áróðurs-umfjöllun um lífsnauðsynleg lyf.  

Eiturlyfjastríð heimsins drepur flesta heimsbúa, vegna þess að fjárráða og fullorðið fólk lætur eðlilega ekki segja sér, hvað það má og hvað ekki, né hvað hjálpar fólki og hvað ekki, því það finnur upplýst fólk sjálft út á tölvu-upplýsingaöld, í flestum tilfellum.

Fræðsla um öll efnin, og viðurkenning samfélagsins á einstaklings-ábyrgð hvers uppfrædds einstaklings, er eina leiðin sem virkar í þessum málum.

Við verðum að viðurkenna þörfina á samvinnu hefðbundinna og óhefðbundinna lækninga! 

Þannig verður heilsu-velferð flestra best borgið, en ekki með reykingabanni yfirvalda, með útskriftum á vísindalækna-lyfseðils-viðurkenndum reykingum á yfirvalda-bönnuðum reykingum?

Ég reyki ekki sjálf, og þetta reykinga-bull snertir mig ekki persónulega, en samt er ég að reyna að skilja réttlætið í þessari reykinga-banns-vitleysu, en ég hreinlega skil ekki þessa stjórnun, á lyfseðla-læknisfræðinni hennar Sif Friðleifsdóttur á tóbaks-sölu?

Mig vantar réttlát og skiljanleg rök fyrir að þetta sé þörf og vitræn afgreiðsla mála, á alþinginu "háttvirta"? Vantar ekki Sif og fleirum stjórnmálamönnum heims, friðarbípu-smók, til að róa sig niður, og komast niður á jörðina, og að kjarna málanna, í heimi stritandi og svikins almennings?

Ég bara spyr, eins og fáfróð kona? Líklega skilja þetta allir nema ég?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.7.2011 kl. 00:52

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Fólk á rétt á því að gera það sem það vill, svo lengi sem það skaðar ekki aðra.

Það er einhver geðsjúklingur geti ákveðið hvað megi og megi ekki í dag og svo annar geðsjúklingursem ákveður hvað má og má ekki eftir nokkur ár er algjört bull. Við vitum það öll.

Tómas Waagfjörð, 5.7.2011 kl. 01:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allir aettu ad gera ser grein fyrir thvi ad frelsi fylgir abyrgd. Stundum eru bod, bonn og homlur, naudsynleg stjorntaeki, almenningi til hagsbota.  

Eg, frjalshyggjumadurinn, hef stundum velt thvi fyrir mer hvort einfaldast se ekki bara ad banna innflutning a tobaki. Thad yrdi eitthvad um smygl til ad byrja med en svo myndi thad lognast ut af. 

Eftir nokkra manudi (jafnvel vikur), mun folk segja: "Afhverju var ekki buid ad banna thennan fjanda fyrir longu?!".

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 07:22

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eg er med agaett slagord gegn reykingum:

"Myndi thad drepa thig ad haetta ad reykja?"

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 07:24

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sennilega yrdi thad besta markadssetning i ferdamennsku sem um getur, thegar heilt land, sem auk thess er landfraedilega einangrad, getur statad af thvi ad vera eina reyklausa landid i heiminum.

Margir myndu lyfta brunum og vilja skoda landid okkar nanar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 07:37

10 identicon

Þetta væri auðvitað gott og blessað ef málið snérist bara um þann skaða sem reykingafólkið vinnur sjálfu sér en við skulum ekki gleyma hvað það á móti kostar heilbrigðisyfirvöld.

Skyldi skatturinn á tóbak ná að brúa þann kostnað(hann virðist vera nógu mikill)? Ef ekki ætti þá ekki að hækka hann?

Karl J. (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 08:43

11 identicon

Aðal vandinn við tóbak er að það drepur ekki nógu hratt.

Reykingamenn ná að stunda allt of mikinn sóðaskap áður en þeir hætta reykingum eða drepast.

Sjálfum þætti mér ákjósanlegast að sígarettur yrðu gerðar mun eitraðri svo sóðatímabil hvers reykingamanns styttist.

Stormur (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 09:25

12 identicon

"Þetta væri auðvitað gott og blessað ef málið snérist bara um þann skaða sem reykingafólkið vinnur sjálfu sér en við skulum ekki gleyma hvað það á móti kostar heilbrigðisyfirvöld.

Skyldi skatturinn á tóbak ná að brúa þann kostnað(hann virðist vera nógu mikill)? Ef ekki ætti þá ekki að hækka hann?"

Nei frekar að lækka hann.

Öll gerum við eitthvað sem hægt er að flokka sem skaðlegt... er allt skaðlegt skattlagt aukalega? Varla. Fitubollur eru í dag að valda svipuðu álagi á heilbrigðiskerfið og reykingafólk og ekki eru þær látnar borga hundruði króna á dag í aukaskatt.

Á meðan við erum með sósíalískt heilbrigðiskerfi þá verðum við bara að sætta okkur við það að sumir taka út meira en aðrir. Ef það á að fara að rukka fólk misjafnt fyrir aðgang þá yrði besta leiðin að einfaldlega einkavæða heilbrigðiskerfið, ég efast um að það það sé meirihluti fyrir því á Íslandi.

Sósíalískt heilbrigðiskerfi er ekki réttlæting fyrir því að takmarka einstaklingsfrelsi fólk. Sérstaklega þegar við erum föst með þetta kerfi og höfum ekki val.

Skattur á áfengi of sykraðar vörur er alveg örugglega ekki að ná yfir alla skaðsemina... af hverju er það alltaf reykingafólkið sem þarf að leggja í einelti? Líklega bara vegna þess að það er lítill minnihluti.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:33

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sosialiskt heilbrigdiskerfi", segir Geir Jonsson og laetur thad hljoma illa.

En getur Geir Jonsson latid hugtokin "samabyrgd" og "samkennd", hljoma illa? 

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2011 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband