Of stórt til að horfast í augu við það?

Á síðari hluta 18. aldar hófst Iðnbyltingin og þar með öld jarðefnaeldsneytis, sem til hægðarauka mætti kalla olíuöldina.

19. öldin var mörkuð hraðvaxandi þörf fyrir orkunotkun.

20. öldin var einstæð í sögu mannkynsins, "Olíuöldin" í öllu sínu veldi.

21. öldin mun óhjákvæmlega marka hrun olíunotkunarinnar en enda þótt allir ættu að geta séð hvert stefnir virðist vandamálið of stórt til að horfast í augu við það af þeirri alvöru sem til þarft.

Því seinna sem menn munu bregðast við af einhverri alvöru, því óviðráðanlegra verður það að komast í gegnum það sem framundan er í þessum efnum.

Fyrr á öldum hrundu stórveldi á borð við Persaveldi, Fönikíu, Rómaveldi og Tyrkjaveldi.

Nú blasir við hrun heils heimsveldis sem spannar allar þjóðir heims á tímum alþjóðavæðingar sem gerir ekkert ríki eða stórveli óháð öðrum.


mbl.is Þurfa trilljarða í græna tækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það virðist vera að það sé auðvelt að afneita óþægilegum staðreyndum, eins og t.d. að loftslagsvandinn sé til staðar og að við þurfum þ.a.l. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (sem tengist notkun olíu). En eins og þú nefnir, Ómar, þá þarf að byrja fyrr en seinna, svo að möguleikar á "góðri" útkomu séu meiri, því fyrr því betra - ekki að ég sé að boða fall heimsveldis (en annað eins hefur gerst eins og þú bendir á Ómar).

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 15:49

2 identicon

Já Svatlinn alltaf með ræpuna. Hvaða hitnun ertu nákvæmlega að tala um Svatli, þegar það er viðurkennt að engin marktæk hlýnun hefur átt sér stað síðasta áratug?

Af hverju kólnaði á jörðinni eftir seinna stríð og fram til 1975, þegar meira af koltvísýringi er dælt út í andrúmsloftið í meiri mæli en nokkru sinni fyrr? Kólnun í marga áratugi.

Svatli, þú þarft ekki að svara, by the way. Ég hef fyrir löngu hætt að taka þig alvarlega.

palli (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:17

3 identicon

Það sem er of stórt til að horfast í augu við það, er lygin. Hitler hafði rétt fyrir sér. Gerðu lygina risavaxna og allir munu trúa þér.

...nema að það eru ekki margir að trúa þessu bulli um global warming (æjá, nei, ég meina climate change, nýja nafnið sem þeir nota því þeir geta ekki sýnt fram á neina hlýnun!), fyrir utan auðvitað þennan "herskara" af vísindamönnum í IPCC, sem fæstir eru reyndar vísindamenn og enn færri loftlagsvísindamenn, ef einhver!

Eða náttúrulega hann Al Gore sem býr til hrikalegustu propaganda bull-kvikmynd, sem meðal annars básúnar um hratt hækkandi yfirborð sjávar upp á tugi metra jafnvel, og á sama tíma er téður Al Gore að festa kaup á stóru villa sem staðsett er alveg við ströndina.

Get a grip, guys.

palli (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:24

5 identicon

Þér er ekki viðbjargandi, Svatli. Ég vorkenni þér. En svona er bara fíknin hjá sumum.

palli (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:59

6 identicon

Ómar hvernig færðu út að hrun í olíunotkun komi til að eiga sér stað á næstu 90 árum eða svo, hefurðu virkilega enga hugmynd um hvað er mikið til af þessu stöffi?.

Bjössi (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:26

7 identicon

Varðandi olíuna, þá hef ég rekið mig á kenningar og pælingar sem ég hef reyndar ekki mikið vit á en finnst áhugaverðar.

Kenningin gengur s.s. út á að því sé haldið leyndu að það sé nóg til af olíu, til að verðið haldist hátt, en ekki bara það heldur spyr ein kenningin nákvæmlega hvernig olía verður til. Ef satt reynist, þá gengur ekki kenningin upp um að olía verði til úr lífrænum leifum lífs á jörðinni fyrir milljónum/milljörðum ára. Því er haldið fram að olía sé boruð á mun mun meira dýpi en lífrænar leifar gætu mögulega komist til, t.d. útsjávarborpallar, og að gamlar olíulindir sem hafi verið tæmdar og afskrifaðar séu nú fullar af olíu aftur.

Eins og ég segi þá hef ég ekki vit á þessu, en finnst þetta áhugavert.

palli (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 09:11

8 identicon

Ég hef rekist á eitthvað um  kenningar um ólífræna tilurð olíulinda, en það er allavega enn sem komið er bara jaðarkenningar , álitnar fremur hæpnar,og ekki mikið sem styður þær tilgátur, en þær eru þó hugsanlega ekki alveg út í loftið, t.d. minnist ég að hafa lesið um að í einhverjum tilraunum með ofurþrýsting, hafi öllum að óvörum sem að komu, steinefni sem innihéldu ólifræt kolefni ásamt vetni og súrenfni ummyndast í kolvetnissambönd sambærileg við þau sem eru undirstaða í fjótandi jarðefnaeldsneyti, gallinn var bara að magnið var svo lítið að það  gæti ekki útskýrt tilurðina á því magni sem við höfum þegar brennt eða vitum að er til , þó aldur jarðar væri tekinn með í reikningin og gert ráð fyrir í gangi væri einhvers konar stöðugt framleiðsluferli djúpt í jarðskorpunni.

En hitt er svo annað mál að þó svo tölur  tölur um þekkt vinnanlegt magn hefðbundins fljótandi eða loftkennds ( olíu og jarðgass ) jarðefnaeldsneytis væru réttar og það sé í raun allt sem til er , þá er nú þegar vitað um kannski 10 -12 falt meira af magn kolvetnabirgðum en hafa verið unnar frá upphafi iðnbyltyngar í svoköllum óhefðbundnum birgðum, og þær verða nýttar ef við komust ekki einhvern veginn af "sprengjuhreyfla"-stiginu. Mér finnst t.d. grátfyndið að  á 30 ferkílómetra svæði innan landamæra Ísraels liggur hugsanlega meira magn af vinnanlegrii svokallaðru "shale" ( tjörusands) olíu en sem nemur núverandi þekktum birgðum á arabíuskaganum.  Það er ekki enn sem komið er skortur á stöffinu per se sem , heldur spurningin um vinnslaðferðir o.s. frv, og hagkvæmni þeirra sem ræður framboði eins og er , og það er ekkert vafamál að það er aðallega náin samvinna umhverfissinna og olíufélaganna sem aðallega heldur uppi háu olíuverði dagsins í dag.

En svo ég komi aðeins inn á innihald moggagreinarinnar sem var tilefni 'Omars til athugasemarinnar hér að ofan , og talað er um trilljarða framlög í græna tækni , þá er að mínu viti ekki hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd að ef slík tækni skilar ekki meru en til hennar er kostað , þá er hún hreinlega ekki sjálbær. Og það er athyglisvert að allar lausnir sem upp á er stungið í græna geiranum eru a.m.k enn sem komið er ekki samkeppnisfærar við við það sem fyrir er. og grænar lausnir verða ekki ofan á fyrr en þær geta staðið undir sjálfum sér, sam hversu há framlög (skattar) eru sett í það dæmi.

Bjössi (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband