"Gýs eftir hálftíma!"

Nær allir erlendir fjölmiðlamenn, ljósmyndarar og aðrir, sem ég hef verið í slagtogi með síðan gaus á Fimmvörðuhálsi í fyrra, spurðu, hvort og þá hvar yrði líklegt að gysi næst.

Svar mitt var þá og er enn hið sama: Það gæti gosið bráðlega í Grímsvötnum (sem gerðist) og sömuleiðis í Kötlu einhvern tíma í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, líkt og gerst hefur áður, en aðalatriðið er þetta: Það getur hafist gos í Heklu innan hálftíma!"

Síðan hef ég þurft að útskýra þetta skrýtna svar sem á enn við, alveg burtséð frá því þótt óróinn í kringum Heklu hafi minnkað um sinn.

Hinar nýju og nákvæmu mælingar munu varla skila miklu fyrr en eftir einhver gos í viðbót þar sem menn geta borið saman aðdraganda gosa í þessu fyrrum frægasta eldfjalli Íslands, sem að vísu féll í skuggann af Eyjafjallajökli í fyrra en gæti gert einhvern skurk og minnt á sig, þótt ljóst sé að mikill stærðarmunur sé á gosum, sem verða með áratugs millibili, miðað við gos sem verða með aldar millibili, eins og var á milli gosanna 1845 og 1947.


mbl.is Allt að róast við Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband