Stórveldi í tónlistarheiminum.

Hið smáa og oft heimóttarlega samfélag okkar hér því útskeri heimsbyggðarinnar sem Ísland er, á oft erfitt með að átta sig á stærð og gildi Bjarkar Guðmundsdóttur.

Sem dæmi má nefna að þegar Björk hefur látið til sín taka um íslenska náttúruvernd hefur verið sagt að hún sé bara að gera þetta til að vekja á sér athygli því að hún sé athyglissjúk.

Rétt eins og heimsfræg manneskja , frægasti Íslendingur allra tíma, þurfi eitthvað á athygli að halda hjá þjóð sem er einn fimm þúsundasti af mannkyninu.

Þetta er svona álíka og ef þekktasti maður á Íslandi, sem ættaður væri frá Grímsey, væri að skipta sér af náttúruverðmætum í heimaey sinni og þar væri sagt að hann væri bara að gera þetta af því að hann þráði athygli úti í Grímsey.

Umfang þess sem Björk er að gera um þessar mundir og telja mætti í milljörðum króna ef allt er tekið með er slíkt að fádæmi eru um einn listamann, hvort sem heldur er íslendingur eða erlendur.

Við getum verið stolt af því sem Björk er að gera, ekki hvað síst í málefnum íslenskrar náttúruverndar þar sem hún fórnar dýrmætum tíma og fé til að þjóna göfugri hugsun.


mbl.is Björk vefur Manchester um fingur sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Veistu nokkud Omar, hvad hefur komid ut ur radstefnunni sem hun stod fyrir um sprotafyritaekin?

Og annad... ef Bjork hefur svona sterkar taugar til Islands, afhverju borgar hun tha ekki skatta og skyldur til thjodarinnar sem naerdi hana a brjosti ser?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.7.2011 kl. 10:01

2 identicon

Konan mín er Þýsk og þýskur ríkisborgari, en borgar sína skatta og skyldur á Íslandi þar sem hún starfar. Ég held að hún hafi ekkert val um annað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 10:03

3 identicon

Gunnar: Hún væntanlega borgar skatta þar sem hún býr, sem er ekki á Íslandi. En hún hefur hinsvegar lagt meiri vinnu og ég tel nokkuð víst meiri pening til náttúruverndar og landkynningar á landinu en flest okkar Íslendinga sem hér búa. Svo er konan sjálf gangandi landkynning.

Hugrún (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 10:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hun getur vel att logheimili her og borgad af tekjum sinum til islenska rikisins. Tekjur hennar koma ekki fra einu landi, heldur af ollum hnettinum. Hun velur ser vaentanlega land sem tekur sem minnst af audaefum hennar og thad er greinilega ekki Island.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.7.2011 kl. 10:19

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég held nú frekar að hún velji sér búsetu þar sem megnið af hennar starfsemi fer fram. Ekki nema minnihluti hans er heimstónleikaferðir, megnið er allskyns starfsemi tengdur tónlistarsköpuninni. Því miður er Ísland ekki nafli alheimsins þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum, nema kannski við skuldasöfnun. Vissulega hefur það áhrif að það fari minni hluti tekna í skatta þar sem hún er nú, en reynið að neita því að þið mynduð gera það líka, ef ykkur byðist það.

Það er alveg merkilegur andskoti að þegar að Íslendingur gerir það gott erlendis skal smásálar- og öfundarhugsunarhátturinn alltaf skjóta upp kollinum. Björk er vissulega ekki allra en Íslendingar skulu alltaf kalla hana athyglissjúka gálu þegar hún reynir að kalla athygli að því sem að hana skiptir miklu. Og hvað með það þó hún búi erlendis? Einhversstaðar sá ég því fleygt fram að hún ætti í það minnsta að búa á Íslandi ef hún vildi hafa áhrif á framvindu mála hér. Ef svo er, þá sem dæmi ætti Össur að flytja til Brussel.

Er Íslendingum lífsins ómögulegt að samgleðjast yfir velgengni annarra? Hvað er það í þjóðarsálinni sem að veldur því að fæti skal brugðið fyrir alla þá sem að rísa upp fyrir fjöldann? Þegar ég flutti heim´til Íslands í Febrúar síðastliðnum þá sló mig illa þessi sjálfhverfi hugsunarháttur Íslendinga. Eftir a'ð hafa verið í á fjórða ár erlendis þá hafði ég vanist samkennd og samhug dagsdaglega hjá fólki, ekki bara þegar að hamfarir dynja yfir.

Það var "rude awakening" að flytja heim.

Heimir Tómasson, 7.7.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Gunnar Waage

Björk Guðmundsdóttir er frábær listamaður Ómar, ekki spurning og held ég að flestir séu á einu máli með það. Við eigum marga frábæra listamenn, sumir þeirra eru frægir og/eða velta milljörðum, aðrir eru svo til óþekktir meðal almennings og skítblankir.

Hefur þú t.d. kynnt þér störf tónskáldsins Ríkharðs H. Friðrikssonar sem er ekki síðri en Björk, ekki eins poppaður þó? Áskell Másson er annar, Kristin Sigmundsson og svo mættil lengi telja.

Umhverfisverd er hið besta mál en hitt er annað mál að Björk Guðmundsdóttir er ekki búsett á Íslandi og þarf að skoða málið í því ljósi. Sem dæmi þó þótti mér ekki eðlilegt að hún sæti ráðstefnu með forkólfum Evrópusambandsins á sínum tíma þar sem að hún lísti þvi yfir að Ísland ætti að ganga í sambandið hið fyrsta ef ég man rétt.

En það er bara mín skoðun.

kær kveðja og þakkir til þín Ómar fyrir raunverulega og öfluga barráttu á sviði umhverfisverndar en líklega á þjóðin sér ekki jafn öflugan talsmann á því sviði og þig.

Gunnar Waage, 7.7.2011 kl. 14:05

7 identicon

Hvað kemur nafn Bjarkar oft upp þegar hún er gúggluð? En Íslands? Hún hefur síðustu 25 árin farið um heiminn og sagt frá eyjunni grænu, án styrkja nú eða sérstökum þökkum sumra landa hennar. Hvernig hefur ferðamannaiðnaðurinn breyst á þessum tíma? Tekjurnar sem við getum rakið og þakkað fyrir með einum eða öðrum hætti til Bjarkar Guðmundsdóttur eru stjarnfræðilegar. Hún kom Íslandi á kortið og viðheldur því hvar sem hún fer. Hvað eru margir í tónlistarheiminum á Íslandi núna sem Björk tengdi við útlönd og aðstoðaði? Hverjir eru með henni í Manchester á sviði? Hverjir fóru með á Volta tónleikaferðina? Fjöldi Íslendinga er í vinnu hjá Björk Guðmundsdóttur.

Við hjólum aldrei í íslenska fótboltastráka sem leika sér með milljarðana sína í kasínó eða strípibúllum, þeir eru sómi okkar og skjöldur. Lögheimili?

Ég segi takk...

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 14:28

8 Smámynd: Gunnar Waage

Já, annars eigum við nú fullt í fangi með þessar umræður hér heima. Síðan hafa náttúrulega aðrir tónlistarmenn komist áfram erlendis á eigin verðleikum hugsa ég.

Gunnar Waage, 7.7.2011 kl. 15:36

9 identicon

Vafalítið hafa þeir nafnarnir og skattborgarnir lagt meira af mörkum en Björk.

"Hér fljótum vér jarðeplin!"

Jóhann (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 20:23

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björk Guðmundsdóttir er frábær tónlistarmaður en er öfgumhverfissinni eins og síðuhöfundur og Svandís lögbrjótur.

Óðinn Þórisson, 7.7.2011 kl. 21:16

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Umhverfisöfgarnar" felst í því að biðja um að innan við fimmtungshluti af virkjanasvæðinu sem kennt er við Hengil og Hellisheiði fái að vera í friði.

"Umhverfisöfgarnar" felast í þeirri ósk Hvergerðinga að dýrlegur dalur, Grændalur rétt við bæjardyr þeirra, fái að vera í friði í stað þess að þar verði allt virkjað sundur og saman og brennisteinsvetninu dælt yfir Hveragerði.

"Umhverfisöfgarnar" felast í því að biðja um að ekki sé dælt af slíku offorsi upp úr jarðvarmasvæðinunum að orkan verði búin eftir 50 ár.

"Umhverfisöfgar" Sigríðar í Brattholti fólust í því að berjast gegn virkjun, sem hefði á þeim tíma verið margfalt stærri hluti af iðnvæðingu þjóðarinnar allar virkjanir nútímans.

"Umhverfisöfgarnar" felast í því að biðja um að eitt af fjórum jarðvarmasvæðunum á Mývatnsssvæðinu fái að vera í friði.

"Umhverfisöfgarnar" felast í því að andæfa því að allri orku landsins og öllum jarðvarmasvæðum þess verði ráðstafað í mesta orkubruðl samtímans, álver, sem þó myndu aðeins gefa 2% af vinnuafli landsins atvinnu í þessum verum.

"Umhverfisöfgarnar" felast í því að vilja frekar orkunýtinn iðnað en orkufrekan iðnað.

"Hófsemdin" felst í því í tilbeiðslu á "orkufrekan iðnað".

"Umhverfisöfgamaður" skal ég heita þótt ég hafi samþykkt 24 af þeim 28 virkjunum sem þegar hafa risið á Íslandi.

"Hófsemdarmenn" skulu þeir hin vegar vera nefndir láta sér ekki nægja að þessar 28 virkjanir hafi risið heldur vilja bæta 77 við í nýjustu Rammaáætluninni.

"Hófsemdarmenn" eru þeir sem vilja ekki aðeins að við framleiðum fimm sinnum meiri raforku en við þurfum sjálf til eigin nota, heldur vilja að minnsta kosti tvöfalda það upp í það að framleiða tíu sinnum meiri orku en við þurfum og helst að fara alla leið og framleiða 15 til 20 sinnum meiri orku en við þurfum sjálf.

"Öfgamenn sem eru á móti rafmagni og framförum" skulum við heita sem setjum spurningarmerki við þetta.

Síða má bæta við öllu "öfgafólkinu", 70% erlendra ferðamanna, sem segjast vera komin til íslands til að upplifa hina frægu ósnortnu náttúru.

Nei, "hófsemdarmennirnir" fullyrða að við eigum að sækjast eftir útlendingum sem vilji sjá allar helstu náttúruperlur landsins undirlagðar af háspennulínum, gufuleiðslum, stöðvarhúsum, stíflum og uppistöðulónum.

Á óskalista virkjanafíklanna má sjá Kerlingarfjöll, Torfajökul, Dettifoss, Gullfoss, Leirhnjúk-Gjástykki, Langasjó, stórfossaröðina í Efri-Þjórsá o. s. frv. o. s. frv.

Þetta hafa þeir birt í blaðagreinum, viðtölum við fjölmiðla og í áætlunum, sem þeir hafa lagt peninga og vinnu í í nógu miklum mæli til þess, að ef að amast verði við þessum áformum, verði hægt að kenna "öfgamönnum" um að hafa eyðilagt milljarðana, sem þeir leggja í draumahallir sínar.

Ómar Ragnarsson, 7.7.2011 kl. 22:44

12 Smámynd: Gunnar Waage

Ágætur alveg, alltaf flottur :)

Gunnar Waage, 7.7.2011 kl. 22:52

13 Smámynd: Jens Guð

  Síðast þegar ég vissi bjó Björk hluta úr ári í húsi sem hún á við Ægissíðu.  Maðurinn hennar er bandarískur.  Ég held að þau búi eitthvað í Bandaríkjunum.  Björk á fyrirtæki í Englandi sem heldur utan um plötuútgáfu,  aðdáendaklúbb,  heimasíðu,  fjármál og þess háttar.   Það fyrirtæki hlýtur að borga skatta í Englandi.  Kannski þarf Björk að vera enskur ríkisborgari til að eiga fyrirtækið þar.  Ég veit það ekki.

  Hinsvegar lætur Björk íslenska STEF sjá um innheimtu á höfundarréttargreiðslum (vegna útvarps- og sjónvarpsspilunar á söngvum hennar um allan heim og það allt).  Hjá STEF ríkir ánægja með það.  Þetta eru háar upphæðir.

  Jafnframt á Björk,  ásamt fleirum,  fyrirtæki á Íslandi,  Smekkleysu.  Það hefur gefið út plötur með Sigur Rós og fleiri stórveldum.  Mokselur plötur Bjarkar til útlendinga og eitthvað svoleiðis.  

  Þá má ekki gleyma því að Björk er iðulega með fjölda Íslendinga í vinnu þegar hún túrar um heiminn,  hljóðritar plötur...

  Einnig má nefna að fyrirtæki Bjarkar í Englandi heyrir á einhvern hátt undir plöturisann One Little Indian.  Til að halda betur utan um samstarfið við súperstjörnuna flutti forstjóri OLI til Íslands.  Keypti sér hús í Grjótaþorpinu og er bara hress.  Ég veit ekki hvort hann er orðinn íslenskur ríkisborgari.  Það stóð til.

  Hvernig sem á málið er litið þá er alveg klárt að Björk hefur lagt töluvert til þjóðarbúsins.  Þá er ótalinn sá ávinningur sem Ísland hefur haft af heimsfrægð hennar,  einni og sér.  Þegar ég stundaði bar við hliðina á Hótel Íslandi í Ármúla kíktu erlendir ferðamenn oft þar við.  Ófáir þeirra nefndu að áhuga á Íslandi hefðu þeir fengið af því að fylgjast með Björk.

  Að lokum má geta þess að eitt sinn hugðist Björk kaupa eyju hér við land.  Þá brá svo við að Framsóknarflokkurinn barðist gegn því alveg á hæl og hnakka.  Ég man ekki á hvaða forsendum.  Þarna kom til tals að Björk reisti hljóðver sem myndi þjónusta helstu rokkstjörnur heims.  Kannski var eins gott að þetta var kæft í fæðingu.  Annars væri ekki hægt að þverfóta fyrir U2,  Coldplay og þess háttar liði hér.

Jens Guð, 7.7.2011 kl. 23:44

14 Smámynd: Gunnar Waage

Tónlist er ekki peningar Jens minn.

Gunnar Waage, 7.7.2011 kl. 23:52

15 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  svo sannarlega rétt.  Og allra best þegar ekki er hugsað um þessa tvo hluti í sömu andrá.

  Í þessu athugasemdakerfi var hinsvegar verið að blanda þessu saman.  Það er látið að því liggja að Björk eigi ekki erindi upp á dekk í umræðu um umhverfismál (3 um í röð) af því að hún borgi ekki skatta hér.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 00:02

16 Smámynd: Gunnar Waage

Já mín skoðun er sú að ef hún tekur umræðuna hér á landi við Íslendinga um mál er snúa að umhverfisvernd hér á landi, þá er allt með felldu. Eva Joly ræðir opinskátt álit sitt á bankahruninu hér á landi við Íslendinga og fyrir Íslendinga. Ef Björk getur klárað umræður hér heima þá á hún (mögulega) erindi í umræður erlendis um umhverfismál á Íslandi.

Hér er fólk sem starfar að umhverfisvernd allan ársins hring af ástríðu, oft er aðkoma poppara svona svolítið skrýtin þegar öllu er á botninn hvolft. Bono sem dæmi, er einn af þeim tónlistarmönnum sem hefur sig mikið í frammi þegar að hæst lætur í viðburðum er varða fjársöfnun fyrir Afríkuríki. Sérfræðingar á sviði fjáröflunar eru aftur á móti ekki jafn hrifnir af þáttöku hans á þeim vettvangi og segja afrakstur sem og viðvaningslega úrvinnslu áberandi, fé skili sér ekki á rétta staði og eftirfylgni sé engin.

Amnesty International er félagsskapur þar sem að fólk starfar af ástríðu allan ársins hring að erfiðum og krefjandi verkefnum. Þegar kemur síðan að einhverskonar uppákomum sem fá mikla umfjöllun, þá stíga popparar og frægir leikarar oftar en ekki inn í myndina og taka heiðurinn af erfiðinu.

Það er elilegt að svona háttalag fari í taugarnar á fólki þar sem að í þessu felst fyrst og fremst truflun á því ágæta starfi sem noname fólk er búið að vinna, aukið flækjustig er fylgir þáttöku frægra persóna. Það er mín skoðun að öfund sé ekki endilega ráðandi í óánægju fólks með þetta háttalag frægra einstaklinga eins og Ómar leggur til, frekar að þetta sé fyrst og fremst truflun á miklu starfi sem fyrir er og haldið er úti allan ársins hring, fjársöfnun er t.d. oftar en ekki til þess fallin að framlengja óbreytt ástand stað' þess að knýja fram stefnubreytingar eða aukin mannréttindi.

Á endanum snýst umræðan yfirleitt og alfarið um listamanninn en ekki málefnið. Ég er oftar en ekki sammála þessum sjónarmiðum, með undantekningum þó.

Gunnar Waage, 8.7.2011 kl. 00:20

17 Smámynd: Jens Guð

  Popparar fara alltaf út á hálan ís þegar þeir nota frægð sína og aðgengi að fjölmiðlum til að taka þátt í pólitískri umræðu.  Hvort sem hún snýr að umhverfisvernd,  fátækt,  dýravernd,  mannréttindum eða öðru.  Það er svo auðvelt að benda á að viðkomandi eigi að vera sjálfum sér samkvæmur í öllu og sýna gott fordæmi á öllum sviðum.  En manneskjan er alltaf breysk.  Hver og einn einstaklingur er bara ein manneskja með sínar hugmyndir.  Stundum um betra þjóðfélag og eitthvað svoleiðis.  Poppari með skoðanir er skotmark og fer undir smásjá.  Rokksagan er full af dæmum um feilspor. 

  Dæmi:  Liðsmenn U2 hafa orðið uppvísir af að fjárfesta í einhverju sem tengist vondri pólitík á sama tíma og þeir eru að vekja athygli á fátækt í 3ja heiminum og fordæma stríðsrekstur.

  Frægt atvik er þegar Bono (söngvari U2) fékk á hljómleikum í Skotlandi áheyrendur til að klappa taktfast með sér í smá stund.  Eftir þetta klapp tilkynnti hann:  "Í hvert sinn sem við klöppuðum dó barn í Afríku úr hungri."

  Fullur náungi úti sal hrópaði á móti:  "Hættu þá að klappa,  fíflið þitt!"

  Annað dæmi:  Bítillinn George Harrison hélt fræga hljómleika til fjársöfnunar fyrir Bangla Desh (kannski er þetta vitlaust stafsett hjá mér).  Síðar kom í ljós að allt söfnunarféð fór beint í vasa spilltra stjórnmálamanna.

  Engu að síður:  Poppstjörnur áttu sannanlega verulegan þátt í að binda endi á Vietnam stríðið.  Sömuleiðis í að aflétta aðskilanaðarstefnu S-Afríku.  Fáir vissu af Steve Biko og Nelson Mandela fyrr en popparar sungu lög um þá.  Sönglag Johns Lennons um John Sinclair fékk hann leystan úr haldi.  Þannig mætti áfram telja.  

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband