8.7.2011 | 15:08
In dubio pro reo.
Ofangreind fjögur latnesk orð túlka grundvallarreglu vestræns réttarfars. Þau þýða það að öll vafaatriði í málum beri að túlka sakborningi í vil.
Mál Páls Reynissonar vekur margar spurningar. Hann var nafngreindur í helstu forsíðufrétt Fréttablaðsins. Réttlætti málið jafn stórfellda röskun á högum hans og það gera slíkt? Það þarf yfirleitt að gera af vel yfirlögðu ráði með brýna almannahagsmuni í huga.
Ég set spurningarmerki við að svo hafi verið gert.
Útskýring blaðsins gæti verið sú að aðstæður í málinu hafi verið svo óvenjulegar að ef á annað borð var verið að segja frá vettvangi þess til útskýringar á eðli þess, væri eins gott að viðhafa nafnbirtingu eins og að tala um "safn tengt veiðum á dýrum." Eftir stendur samt: In dubio pro reo.
Þótt nafnbirtingar fjölmiðla tengist ekki refsirétti eru þær oft í raun hluti af refsingu, ekki hvað síst vegna þess að þær koma ævinlega fram áður en málið hefur verið til lykta leitt.
Ef Páll hefur betur í þeim málarekstri sem framundan er efast ég um að það verði eins stór forsíðufrétt sem "selji vel" og upphaflega fréttin.
Við fljótan yfirlestur fréttarinnar og fyrirsagnar hennar, sem flestir lesendur nota, voru upplýsingarnar, sem veittar voru, ekki "sakborningi í vil. "Skaut ölvaður út í loftið". "Hafði 90 skotvopn á heimili sínu."
Nafngreindur í þokkabót.
Nú er málið komið á ákveðinn farveg og vonandi verður reglan um tillit gagnvart meintum sakarefnum metin með hina góðu latnesku setningu að leiðarljósi.
Fær ekki vopnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá þér Ómar.
Ef viðkomandi hefði ekki verið Páll, heldur einstaklingur með erlent ríkisfang eða uppruna, þá gæti atburðarásin vel orðið:
=> þjóðerni viðkomanda er upplýst á neti og í fjölmiðlum..
=> rétthugsandi "xxxxxxx" þegnar Íslands héldu ekki "þvag"vatni yfir yfirgangi, mannréttindabrotum, dólgs og dónalátum lögreglunnar sem og blaðamanna.
Þetta er því miður staðreynd !!
Þetta er fullkomlega óþolandi hræsni sem erfitt er að líta framhjá fyrir eðlilega gefið fólk, sérstaklega þá sem fordæma glæpinn en ekki þjóðerni geranda.
Nýlegt dæmi er um ógæfusömu konuna frá Litháen.
Þá snérist umræðan oft um hroðann sem fólst í því að þjóðerni geranda kom fram í fréttum.
Hér er ekki einungis getið þjóðernis, heldur er nafn og atvinna geranda gerð opinská fyrir alþjóð og enn, þrátt fyrir leit, hef ég ekki rekist á umfjöllun sem lýsir yfir andúð á þessum upplýsingum um gerandan.
Dæmir dómstóll götunnar eftir þjóðerni á sama tíma og hinn sami dómstóll fyrirlítur upplýsingar um þjóðerni geranda ?
Hvað er rangt við þessa mynd ??
runar (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.