"Þjófstartar" Katla?

Katla minnir á sig. Hekla er líklegri til að verða fyrri til. Þó vekur síðasta skjálftahrina upp spurningu um það hvort hún muni "þjófstarta" og verða á undan Heklu.

Heklugos verður að líkindum í minna lagi eins og gosin 1980, 1991 og 2000 af því að minni kvika hefur safnast saman en eftir lengri hvíldartímabil.

Katla hefur hins vegar verið að safna í næstum heila öld og Heklugosið 1947 varð jafnstórt og raun bar vitni vegna þess hve hvíldartíminn var langur.

Kötlugos verður því að líkindum mun afdrifaríkari viðburður en Heklugos og einnig verri en gosið í Eyjafjallajökli.


mbl.is Skjálftahrina í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er til Kötlugos sem er ekki stórhættulegt?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Fyrir nokkrum dögum síðan horfði ég á spegilsléttan sjó og vatn, og mjög hlýtt var í veðri. Ég hugsaði með mér að svona var þetta líka c.a. tveimur til þremur vikum fyrir síðustu gos á Íslandi.

Það er eitthvert samhengi á milli eldgosa og veðurfars. En ég kann ekki að skýra þetta á neinn hátt. Hef bara tekið eftir þessu fyrir síðustu gos. Þannig að ef þetta verður eins næst, þá gýs einhversstaðar eftir c.a. nokkrar vikur. En þetta eru bara hugleiðingar hjá mér, og ekki rökstuddar af neinu vísinda-viti, heldur einungis því sem ég hef veitt athygli í kringum síðustu gos.

En það er varasamt á eldfjallaeyjunni okkar, að lifa í sífelldum ótta um að eitthvað gerist kannski einhvertíma bráðum, því þá hættir fólk að þora að lifa fyrir líðandi stund og taka því óttalaust, sem að höndum ber næsta dag, sem er lífsnauðsynlegt að temja sér á Íslandi eldgosanna.

Dagurinn í dag er ávalt sá eini sem við vitum hvernig er, og allir aðrir dagar eru bara gjöf sem okkur ber að þakka fyrir að fá í viðbót, í friði.

En mér finnst ekki eins og séu neinar alvarlegar hamfarir í nánd, en það er nú bara mín tilfinning, sem ekki er vísindaleg, og þar af leiðandi ekkert að marka.

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 01:22

3 identicon

Sæll Ómar, mig langaði að bæta við vegna áhugaverðrar athugasemdar Önnu að fólk verður tíðrætt umveðrið þegar gos hefst. Þannig mundi amma eins kunningja míns glöggt eftir Kötlugosinu 1918 en hún bjó í Gnúpverjahreppi. Gosdaginn var einmunablíða og uppfrá því hafði gamla konan alltaf vantrú á því ef veðrið var of gott! Það taldi hún fyrirboða Kötlugoss! Sjálfur man ég eftir að vera að spila fótboltaleik á Flúðum í blíðskaparveðri 1980 þegar Hekla byrjaði að gjósa. Við vorum að spila við Holtamenn og unnum stórsigur enda horfðu þeir allan tímann á Heklu!

með bestu kveðju,

Sigurður Már Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 13:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna Sigríður: Merkilegt að þú skulir nefna þetta með veðrið. Vefmiðillinn Gagnauga sagði nefninlega frá því á fimmtudaginn að þá um morguninn hefðu borist fréttir af efnarákum (chemtrails) yfir Suðurlandsundirlendinu, nánar tiltekið við Heklu sem þá var að þenjast út. Það væri því forvitnilegt að vita hvort eitthvað sambærilegt hafi sést í nágrenni Kötlu í gær. Nú er ég alls ekki að halda því fram að þarna sé samhengi á milli, til þess að móta slíkar kenningar er allt of lítið opinberlega vitað um fyrirbærið, en ríkjandi kenning meðal óháðra rannsakenda er þó að tilgangur þess sé að hafa áhrif á veðrið. Komið hafa fram gögn sem styðja þá kenningu en hún verðskuldar jafnframt frekari rannsóknir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband