Af hverju heitir hún Katla?

Þessi spurning flaug mér í hug þegar ég skoðaði katlana í Mýdalsjökli sem hlaupið hefur úr.

Miðað við það sem ég sá, virðist svarið augljóst. Hún heitir Katla af því að það sjást katlar þegar hún gýs.

En fóru menn hér áður fyrr upp á jökulinn til að skoða ummerkin eftir hlaupin stóru?

Því skyldu þeir ekki hafa gert það?

Þá voru jöklarnir miklu minni en nú og jafnvel auðveldari uppgöngu.

Og hví skyldu ekki hafa komið hlaup í Múlakvísl eins og 1955 og núna, þar sem einu ummerkin uppi á jöklinum voru katlarnir?

En af hverju skyldi ekki vera getið um þessi smágos á árum áður?

Líklegasta skýringin er sú að þetta hafi ekki verið þeir stórviðburðir sem þurfti til að komast á spjöld sögunnar úr því að gosefni komu ekki upp eins og í stórgosunum miklu, sem einnig sendu fram á sandinn margfalt stærri hamfarahlaup en þegar minni umbrot voru.

 


mbl.is Hugsanlegt að ferja bílana yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

En konan sem drekkti vinnumanninum Barða í sýruámu?

Njörður Helgason, 10.7.2011 kl. 22:41

2 identicon

Katla er kvenkynsorð eins og t.d. Esja, Askja, Hekla o.s.frv. Öll þessi nöfn eru sennilega komin úr gelísku með formæðrum Íslendinga, keltneskum ambáttum. Hekla er til í gelísku og þýðir "hin ógurlega". Sú skýring að börn landnámsmanna hafi lært þetta af keltneskum mæðrum sínum er mun sennilegri en langsóttar og heimóttarlegar tilgátur norrænufræðinga sem telja að Hekla merki hettukápu eða heklað sjal og Esja steina sem notaðir voru í eldstæði. Sama gildir um fjölda örnefna sem enginn skilur vegna þess að heimalningar með fræðimannstitla vilja telja þau af norrænum stofni fremur en keltneskum.

caramba (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:18

3 identicon

"Þá voru jöklarnir miklu minni en nú og jafnvel auðveldari uppgöngu" - Ómar þó, ertu búinn að gleyma 'global warming'? 

Þú þarft endurmenntun.  Endurtaktu möntruna 10x:

Jöklarnir hafa alltaf verið stærri, þangað til okkur fór að fjölga og brenna olíu án þess að greiða Al Gore og félögum kolefnisskatta.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:35

4 identicon

Sláðu KATLA inn í Google og lestu fyrstu línuna og þá veistu svarið.

Águst Þorbjörns (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað rámar mig í tröllkonusögu varðandi Kötlu, en er ekki viss. Esja er allavega kvenmannsnafn ef ekki tröllkonunafn, sem kemur fram í Kjalnesingasögu.

Annars hafa hlau líklegast ekki náð annálum af því hreinlega að varla varð nokkur maður þeirra var, eða þá að þau þóttu ekkert merkilegri en önnur framhlaup að vori, sem eru býsna algeng. Engar voru brýrnar til að skemma og fátrast yfir og ekki var flandur milli landshluta eins aðkallandi og nú.  Nú og svo voru nú ekki til upphæpaðir fjölmiðlar sem byggja afkomu sína á hamförum og óláni.

Vafalaust hafa mörg hlaup komið þarna án þess að það næði í annála.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2011 kl. 23:44

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ásýnd sunnlensku jöklana er eitthvert mesta aðdráttarafl Íslands. Í nálægð þeirra er einhver hin mesta fegurð sem við og gestir okkar getum nálgast með lítilli fyrirhöfn. Engin furða að margir hafi skoðun á hvað gera þarf þegar náttúruöflin raska ró okkar eins og nú hefur gerst við Múlakvísl. Pistlar leikmanna eru líka þarfar hugleiðingar, jafnvel þótt ungir langskólagengnir menn telji að þeir eigi að vita allt. Verkfræðingar hafa málstokkinn og reiknireglur, aðrir reynslu af eldsumbrotum, vatnamælingum, ferðalögum og staðháttum úr lofti, láði og legi. Verkfræðingar Siglingamálastofnunnar þekkja hafnargerð umhverfis landið, en eitthvað hefur vantað upp á þekkinguna þegar Landeyjarhöfn var gerð. Pistlar Ómars Ragnarssonar um hálendið og Kötlu eru fjársjóður þegar gera þarf þjóðgarða aðgengilega.

Orð úr gelísku eiga vel við fallegustu nafngiftir á íslenskum fjöllum, eins gæti nafnið Katla verið komið úr ensku.

Sigurður Antonsson, 11.7.2011 kl. 06:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Esja er kvenmannsnafn fra landnamsold. Merkilegt ad thetta agaeta nafn skuli ekki hafa ordid vinsaelt ad nyju.

 Hid bjanalega fyrirbrigdi; mannanafnanenfnd, hefur kannski bannad nafnid?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.7.2011 kl. 09:14

8 identicon

Varðandi takmarkaðar upplýsingar um eldsumbrot á fyrri öldum þarf að hafa í huga, að gríðarlegt magn heimilda glataðist annarsvegar í eldsvoða í Skálholti og hinsvegar í brunanum mikla í Kaupmannahöfn. Sem dæmi má nefna þær miklu og stóru eyður um nánast allt, sem gerðist á 15. öldinni. Þar við bætist svo, að á stórum svæðum landsins eyddist byggð nánast alveg, t.d. hér um mitt Norðurland, í plágunum tveimur á 15. öldinni, þ.e. Svartadauða 1402 og svo "plágunni seinni" sem svo hefur verið nefnd upp úr 1490. Sumir læknar hafa getið þess til að sú plága hafi verið stökkbreytt inflúensuveira, en við eigum líklega aldrei eftir að fá að vita hvort svo sé.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 09:43

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minn kæri "Gullvagn". Íslenskur ráðherra sagði um erlendan sérfræðing sem þótti sjá merki um aðvífandi Hrun sumarið 2008 að hann þyrfti endurmenntun.

Vatnajökull hét Klofajökull fyrr á öldum af því að hann var klofinn og heitir enn Norðlingalægð þar sem vermenn frá Norðurlandi fóru til vers við Skinneyjarhöfða í Hornafirði.

Þá voru bóndabæir í dalnum þar sem nú er Breiðamerkurjökull.

Þetta eru viðurkennd vísindi.

Jöklarnir stækkuðu smám saman þegar "Litla ísöldin" gekk í garð og urðu stærstir fyrir um hundrað árum eins og glögglega sést um allt land.

Þá urðu jöklarnir stærri en þeir höfðu nokkurn tíma verið í 11 þúsund ár, það sýna jökulöldurnar, til dæmis Hraukarnir í Kringilsárrana.

Nú minnka jöklarnir hratt og stöðugt ár frá ári og hafa gert það síðustu áratugi, sem og jöklar um allan heim og ísinn í Norður-Íshafinu.

Hver þarf að fara í endurmenntun?

Ómar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 10:03

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Trúverðug skýring.

Ketill getur líka stundum merkt pottur. Og til eru dæmi um galdrakonur séu kallaðar Katla,td. þorbjörg Katla - og þá er líklega verið að vísa í að hún sjóði eitthvað í potti til gjörninga ýmiskonar. Líklega.

Reyndar er spurning, að ef maður snýr potti/katli við - að þá er kominn hjálmur. Að Ketill gat stundum þýtt hjálmur. Má spekúlera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2011 kl. 10:29

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

E.t.v. het eldfjallid upphaflega Katlar, en timinn hefur mad ut errid, en eitthvad slikt hefur vaentanlega gerst med fleiri ornefni, eg nefni sem daemi Faskrudsfjordur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.7.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband