11.7.2011 | 09:36
Kemst þótt hægt fari.
Ragnar "álskalli" þáverandi forstjóri álversins í Straumsvík, ók Mini um Fjallabaksleið nyrðri í haustralli, sem haldið var í október 1977 þegar vegurinn var miklu verri en nú og auk þess kominn snjór sem dró í skafla.
Þá voru líklegast um tvöfalt fleiri ár og lækir óbrúað en nú, meðal annars erfiðustu árnar, sem síðan hefur verið lagður vegur framhjá.
Í fyrradag mætti ég Yaris á Fjallabaksleið. Varla er hægt að mæla með því að fara leiðina á svo lágum bíl en glúrinn ökumaður getur þó komist leiðina á slíkum bíl ef hann tekur sér nógan tíma og hefur vaðið fyrir neðan sig, sem reyndar ætti frekar að orða þannig að hann fari yfir árnar á réttum vöðum, sem venjulega liggur í sveigum þar sem er "brot".
Nokkrar ár eru dýpri en aðrar og þá er sniðugt að hafa þegar bundið band í dráttarkrók á bílnum að framan og láta það liggja aftur yfir vélarhlífina og sinn um framgluggann svo að það falli ekki ofan í ána.
Síðan er bara að bíða og biðja einhvern á jeppa að draga sig yfir, og ef bíllinn stöðvast óvænt úti í á er bandið tilbúið.
Ekki þarf að orðlengja að vera helst í vöðlum eða minnsta kosti í stígvélum.
Ferðamenn fari varlega um hálendisvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.