Þjóðarskömm auglýst fyrir útlendinga.

Erlendir ferðamenn óku í gær um hringveginn við Gaddstaðaflatir með rusl á báðar hendur.

Í hátíðum erlendis, þar sem koma saman milljón manns, sést ekki eitt einasta karamellubréf.

Í stað þess að hafa plastpoka hangandi á gírstöng henda Íslendingar í stórum stíl rusli út um glugga bílanna.

Þegar snjó leysir á vorin eru haugar af sígarettustubum við umferðarljós í Reykjavík.

Ef lögð er saman fyrirhöfnin við það að skrúfa niður rúðu, henda rusli út, og skrúfa rúðu aftur upp, fer miklu meiri tími í sóðaskapinn heldur en ef settur er plastpoki á gírstöng og ruslið sett í hann næstu dagana.

Þetta snýst ekkert um hagkvæmni heldur um einhverja sjúklega nautn af því að sóða út að óþörfu.

Hálf milljón erlendra ferðamanna á ári verða vitni að þessari þjóðarskömm sem virkar eins og auglýsing fyrir heimskulega þörf landsmanna til að haga sér eins og bavíanar.


mbl.is Ekki góð umgengni á hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hef ég verið á svona skemmtunum á Íslandi, Danmerku, Englandi og Þýskalandi og það ER rusl eftir fólk á öllum þessum stöðum. Og þetta með að skilja allt eftir er ekkert íslenskt fyrirbæri. Auðvitað er þetta synd enn þetta unga fólk er hvorti verra eða betra enn annars staðar....og það er nú bara að detta í það og skemmta sér.

Eirikur (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 11:09

2 identicon

Svo mætti alveg setja upp ruslatunnur ef ætlast er til að fólk hendi ruslinu á ákveðinn stað. Fólk notfærir sér oftast slíkar uppfinningar ef upp á þær er boðið. Ég held það sé bara tilætlunarsemi að fullir únglingar finni sjálfir lausn á þessum vanda, þegar þeir borga fyrir að vera þarna.

Aðeins gáfaðri en þú (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef hins vegar verið þrívegis á milljónar manna útihátíðum í Bandaríkjunum þar sem ekki sást eitt einasta bréf eða dós.

Sömuleiðis tvívegis á milljóna flughátíð í París. Þetta er vel hægt.

Ég er auk þess að benda á hve landlægur þetta er hér á landi varðandi það að fólk kastar frá sér rusli hvar sem er.

Ómar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 13:50

4 identicon

Ég er ekki að tala með því að það eigi að ganga svona frá eftir sig, enda tók ég allt mitt með mér og henti frá mér ruslinu í ruslagáma(sem var orðin troðfullur og ég var með fyrstu til að yfirgefa svæðið)

En ég hef líka verið á hátíðum um alla Evrópu, og þar með talið Hróarskeldu 5 sinnum og þar eru frágangurinn ekkert skárri, en það er mikið af starfsfólki(aðalega sjálfboðaliðar) sem ganga frá svæðinu mjög snögglega. Þar fara tjöld og annað nýtanlegt sem er skilið eftir til góðgerðarsamtaka.

En mig langar líka að nefna það að umsjónarmenn hátíðarinnar hefðu mátt þrífa upp hestaskítinn sem var um allt tjaldsvæðið með 5 metra millibili í það minnsta.

Og ég segi það sama og einn hér að ofan, að það hefði mátt vera meira af ruslagámum dreift um svæðið til að auðvelda það að koma ruslinu frá sér. Við þurftum að troða rusli inn í bílinn okkar svo hann lyktaði, enda tók tíma að komast að næsta gámi með pláss fyrir rusl.

En að henda rusli út um glugga á bílum er óþolandi og algjör óþarfi, fólk á að hafa ruslapoka í bílnum.

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:54

5 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ómar, það mætti líka splæsa í nokkrar ruslatunnur og hafa á svæðinu. Við hverju er búist ef engar ruslatunnur eru til staðar ? Þeir sem skipulögðu þessa hátíð klikkuðu illa og nú eru þeir að gjalda þess, er samt ekki að segja að þetta sé í lagi en fólkið þarna var meira og minna að djamma alla helgina. Þetta verður því að skrifast á fólkið sem sá um þessa hátíð.

Charles Geir Marinó Stout, 11.7.2011 kl. 16:49

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef aldrei séð annað eins rusl og drasl eins og á tilteknum stað á suðvestur Spáni -- man ekki nafnið í svip en gæti fundið það ef mikil lægi við -- eftir gleðihelgi með mótorhjólaralli etc. -- Jú, Perez de la Frontera, heitir staðurinn. Myndirnar áðan frá Gaddstaðaflötum minntu mig einmitt á þetta.

Sigurður Hreiðar, 11.7.2011 kl. 21:16

7 Smámynd: Davíð Stefánsson

Bavíanar borða ekki karamellur og hafa aldrei gert.

Davíð Stefánsson, 11.7.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband