Lúlli Karls flaug líka á gaddavírsgirðingu.

Það eru fleiri en keppendur í frönsku hjólreiðakeppninni sem hafa "flogið á gaddavírsgirðingu" og það í bókstaflegri merkingu.

Í tilefni af Íslandsmeistaramóti í svifflugi, sem nú er að ljúka á Hellu, rifjast upp saga af Lúðvíki heitnum Karlssyni, sem lenti á gaddavírsgirðingu á sínum tíma í aðflugi að lendingarstað á svifflugu sinni.

Lúlli var látinn gefa skriflega skýrslu um óhappið en var síðan kallaður á teppið vegna þess að skýrslan stæðist ekki.

"Hvað stenst ekki?" spurði Lúlli.

"Þú segir hér í skýrslunni að þú hafir verið í vinstri beygju en rekið hægri vænginn í girðinguna. Það er ekki hægt, - vinstri vængurinn liggur neðar í vinstri beygju og útilokað að taka hana slíka beygju öðruvísi."

Lúlli lét sér hvergi bregða og svaraði um hæl: "Jú það stenst einmitt, því að ég flaug svo lágt að ég rak hægri vænginn upp undir girðinguna!"

Lúðvík Karlsson var mesti sagnasnillingur sem ég hef kynnst og var jafnvel meiri sagnameistari á ensku en íslensku.

Af honum á ég margar óborganlegar sögur.


mbl.is Flaug á gaddavírsgirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband