Of seint að fara í það að nota rör?

Ég var að koma út úr viðtali við þáttinn "Í Býtið" í morgun þegar Elías Sveinsson koma þar að, en hann vann á sínum tíma í Ameríku og kynntist vel "ameríska hraðanum" sem þar var stundum talin nauðsynlegur hugsunarháttur þegar mikið lá við.

Elías benti á þá leið að leggja Múlakvísl í mörg rör með því að fikra sig yfir hana á þann hátt, að leggja fyrst niður eitt stórt rör við vesturbakkann og nota krana til þess, bæði til að leggja rörið þannig niður að það snúi rétt í straumnum.

Nota síðan stórvirk tæki og malarflutningabíla til að fylla upp yfir rörið.

Þegar áin er farin að renna þar í gegn, sé uppfyllingin yfir rörið notuð til að leggja niður næsta rör við enda hennar og endurtaka leikinn.

Þegar komið er á þennan hátt langleiðina yfir ána, verður svo mikið af henni farið að renna í gegnum rörin, að fljótlegt verður að klára verkið.

Ég get vel ímyndað mér að þessi aðferð sé miklu fljótlegri en brúargerð, teiknaði þetta upp og fór með Ella upp á fréttastofu Stöðvar tvö þar sem við skildum teikninguna eftir.

Fór síðan á á fund hjá Stjórnlagaráði en ætla að slá á þráðinn til fréttastofuna.

Nú virðist Vegagerðin hafa ákveðið að fara af stað í brúargerðina og kannski ekki hægt "að skipta um hest í miðri á" í þessu efni.

 


mbl.is Byrja á brúargerð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Að sjálfsögðu er þetta hægt, Ómar. Flestir hafa séð þetta fyrir sér, en þú átt þakkir skyldar fyrir að reyna að koma þessu á framfæri. Á þennan máta væri án efa hægt að koma bráðabirgðatengingu yfir Múlakvísl á t.d. þremur dögum. Tóm della að fara að selflytja fólk eða bíla yfir fljótið í samanburði við þesssa einföldu rörahugmynd.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2011 kl. 11:16

2 identicon

Þ´rjá daga? fer það ekki dálítið eftir því hvert rörinn eru til og hvar, það þarf örugglega að koma þeim austur og það tekur tíma.Ég held að best sé að láta Vegagerðina ( fagmennina ) vinna þetta, þeir vita hvað þeir eru að gera. Hef fulla trú a´því að þeir geri það sem hægt er á sem skemmstum tíma.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband