11.7.2011 | 10:30
Aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Stórir trukkar að ferja bíla yfir Múlakvísl, ég tala nú ekki um ef þeir geta ferjað rútubíla, væri stórkostleg upplifun fyrir erlenda ferðamenn.
Enn og aftur sjáum við dæmi um að glíma Íslendinga við óblíð náttúruöfl getur verið "söluvara" og orðið mótvægi við alla þá röskun sem hlaupið hefur valdið.
P. S. Eftir að hafa séð ýmislegt í bloggi og athugasemdum um það að áhyggjur ferðaþjónustufólks á sunnanverðu landinu sé "væl", má benda á, að á Hornafirði eru 40% af öllum gistinóttum ársins í júlímánuði einum og missir þessa háannatíma er hliðstæður við það að tvær vikur fyrir jól yrði hliðstæð röskun á jólaversluninni í Reykjavík.
Trukkur sá um ferjuflutningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flest ef ekki öll vandamál er hægt að leysa, allt tekur sinn tíma og gengur mun betur ef menn eru jákvæðir. Samtöæ ferðaþjónustu ættu að slökkva á vælukórnum ( 113 vælubíllinn) og gera eitthvað jákvætt. Þessi framkvæmd að ferja bíla og jafvel rútur er vel framkvæmanleg og gæti verið stórt aðdráttar afl í sölumensku ef hugsað er jákvætt.
Kjartan (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 13:01
Við megum samt ekki afgreiða það sem ferðaþjónustufólkið á þessu svæði sem "væl".
Nú er viðkvæmasti háannatíminn hjá þessum fyrirtækjum sem skiptir í mörgum tilfellum sköpum fyrir það, hvort einhver ágóði verður af árinu í heild.
Þessi háannatími er hliðstæður við tvær síðustu vikurnar fyrir jól hjá öllum sem lifa á jólaversluninni og varla myndi verða notað orðið "væl" um viðbrögðin við því að samgöngur til landsins lokuðust að mestu einmitt þann tíma.
Flestar skipulagðar ferðir um þetta svæði byggjast á því að gist er eina nótt á Suðurlandi og næstu nótt fyrir austan Múlakvísl og búið að skipuleggja bíl og gistingu í samræmi við það.
Við rofnin vegarins lengist ferðaleiðin úr 200 kílómetrum upp í 1200 og öll áætlunin fer í vaskinn.
Ómar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 14:09
Við þetta má bæta því að 40% gistinátta ársins eru í júlímánuði einum á Hornafirði.
Svipað er það áreiðanlega víðar.
Tvær vikur þýða því 20% gistinátta ársins.
Svona prósentutölur myndu þykja allt annað en "væl" hjá Reykvíkingum ef jólaverslunin minnkaði þetta mikið.
Ómar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 14:52
Vegagerdin aetti ad leigja nokkra stora trukka og hafa til taks vid ferjuflutninga tharna i thessar vikur sem a tharf ad halda.
Rett sem Omar bendir a, i thessu geta legid taekifaeri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.7.2011 kl. 15:42
Þannig á að leysa málin, menn eiga að snúa vandamálinu sér í hag í stað þess að gráta úr sér augun.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:06
Ómar þú hlýtur nú að hafa farið í páskaferðir í Öræfasveitina í gamladaga þegar Lárus á Klaustri var hrókur alls fagnaðar. Það er ekkert mál að ferja rútur en það mátengja saman hlið við hlið tvo flatbed treilera með dollý fyrir jarðýtu eða stóran trukk. þetta var geri í Alaska þegar ég var þar við Baufort hafið. Menn ferjuðu stóra hluti á tveim treilerum GG á örugglega stóra breiða treilera sem væri hægt að nota.
Valdimar Samúelsson, 11.7.2011 kl. 17:09
Ómar. Takk fyrir þessar ábendingar. Þú ert með reynslu, hugvit, þekkingu og víðsýni, ásamt hlutlausu réttlæti fyrir alla að leiðarljósi, í þínum ábendingum.
Þess vegna er hægt að treysta þínum skoðunum á þessum málum, og taka mark á þeim. Það er mikils virði fyrir Ísland
Við þurfum svo sannarlega á þinni hugvits-réttlætis-rödd að halda, á fjölmiðla-embættis-tortryggins-skerinu Íslandi!
Valdimar Samúelsson, er með athyglisverða athugasemd/hugmynd hér, sem ég hef ekkert vit á, en reikna með að heiðarlegt og upplýst fólk komi með sína skoðun á þeirri hugmynd.
Loksins eru Íslendingar að vakna til meðvitundar um eigin tækifæri, möguleika og mátt, en það þurfti ekkert minna en Kötlu gömlu til!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 19:10
Já svo fá þeir sem veita áfallahjálp mikið að gera við að hughreysta hahaha
doctore (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 15:51
Ja, allt er thetta atvinnuskapandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2011 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.