Leiðir hugann að Skaftárkötlum.

Ísbráðnunin í Kötlu er eitt af nokkrum dæmum um það að jarðfræðingar hafa velt vöngum yfir því hvort eldsumbrot hafi valdið stórum jökulhlaupum.

Þetta hefur verið í umræðunni eftir hlaupið í Múlakvísl 1955 og einnig 1999, en hefur jafnvel komið upp varðandi hlaup úr Skaftárkötlum.

Í einum katlinum í Kötlu er vatn í botninum og botn hrunsins líkist hringlaga strompi. Í Skaftárkötlum er líka lítil tjörn í botninum eftir hvert sig, en þar hef ég ekki séð hringlaga strompa.

Helgi Björnsson telur þennan mismun benda til þess að kvika hafi komist upp á yfirborðið.

Ég sem leikmaður velti því þó fyrir mér hvort þessi mismunur geti stafað af mismunandi landslagi en ætli það verði ekki að fallast á skýringu sérfræðingins og þar með að telja afar ólíklegt að kvika hafi komist upp undir Skaftárkötlum.

 

 og að þess vegna standist það ekki að eldsumbrot geti hafa valdið hlaupi úr Skaftárkötlum.


mbl.is Katlarnir benda til kvikuinnskots eða lítils eldgoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Takk fyrir þínar góðu greinar um þessa atburði við Mýrdalsjökul. Það vekur athygli og jafnvel óhug hvað þetta hlaup kom öllum að óvörum. Enn er ekki vitað hvort þetta var eldsvirkni eða jarðhiti en segir skynsemin okkur ekki að jarðhiti bræðir varla " gat " á 700 metra þykka íshellu. Þarna kom brætt jökulvatn sem var nægilega mikið til að mynda 5 metra háa flóðbylgju. Sem betur fer kom hún að nóttu til og fór eftir farvegi Múlakvíslar. Það er nauðsynlegt að rannsaka mjög ítarlega landslagið undir jökulhettu Mýrdalsjökuls en slíkar "röntgenmyndir" hafa verið teknar af öllum jöklum. Þannig væri hægt að meta líkindin á því hvar flóðið kæmi í kjölfar goss sem orsakaðist af eiginlegu Kötlugosi. Vonandi fer það sömu slóðir og þetta hlaup og vonandi verður þar engin umferð. Við treystum líka á að þekking vísindanna vari þá, sem þar eru á ferð eða búa í námd, við í tæka tíð.

Sigurður Ingólfsson, 12.7.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband