Minnir á ferðirnar á sjöunda áratugnum.

Á síðari hluta sjöunda áratugarins voru vinsælar rútuferðir farnar í apríl yfir Skeiðarársand.

Rútur frá Guðmundi Jónassyni og Páli Arasyni gátu komist yfir árnar, því að á þeim árstíma er einna minnst í þeim.

Til er upptaka á texta um þetta sem ég söng við lagið "Yellow Submarine" undir heitinu "Glöð við hristumst í gamla kagganum.

Í Yellow Submarine er millikafli þar sem eru talstöðvarskipti um borð í kafbátnum, og auðvitað notfærði ég mér það í íslenska textanum og bjó til skopstælingu af íslenskum talstöðvarsamtölum þess tíma:  "Gufunes radíó! Gufunes radíó!  R-7670 kallar, - ég skipti!"  o. s. frv.

Nú er komin svipuð staða á Mýrdalssandi en nú er ekki lengur kallað á Gufunes radíó, heldur á þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Baslið í ferðunum fyrir rúmum 40 árum höfðu aðdráttarafl, en kannski er atburðurinn í dag of mikið af því góða.


mbl.is „Auðvitað var fólk hrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband