14.7.2011 | 23:34
Golfvöllurinn í Avon.
Ungu piltarnir, sem iðkuðu golf inni á götum Kópavogskaupstaðar voru í skökku bæjarfélagi því að í Colorado í Klettafjöllunum er bær sem heitir Avon, og þar liggur golfvöllurinn niður eftir miðjum bænum sem stendur neðst í hlíðum mikils fjalls fyrir ofan hann.
Avon hefur sett sér það takmark að fara fram úr Aspen að vinsældum og er allt gert sem hægt er að hugsa sér til að laða ferðafólk þangað.
Sem dæmi má nefna, að ef menn vilja geta menn farið í skíðalyftu um jarðgöng upp á topp skíðabrautarinnar fyrir ofan bæinn ef þeim finnst of kaldsamt að nota venjulega lyftu.
Þaðan geta þeir svo skíðað niður í bæinn, gengið út úr lyftunni, skipt skíðabúnaðinum út fyrir golfgræjur og byrjað að spila golf niður eftir golfvelli sem nær alveg upp að skíðabrekkunni!
Avon er bara fyrir ríka og fræga fólkið, svo sem krónprinsinní Sádi-Arabíu, sem þangað kemur árlega, tekur meira en hundrað herbergi á hótelinu frá fyrir sig og fylgdarlið sitt og hefur þyrlur og glæsibíla til umráða.
Hætt er því við að Kópavogspiltarnir eigi langt í land með að öngla sér inn fyrir ferð til Avon þar sem þeir geta látið draum sinn rætast.
Í golfi í miðjum bænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.