15.7.2011 | 16:52
Margföldunaráhrif röskunar.
Tölur sem birtar eru um áreiðanleika áætlana flugfélaganna byggja á meðaltölum. Inni í þeim leynast afar óheppileg atvik sem raska áætlunum flugfarþega jafnvel um marga daga.
Dæmi um þetta er að Iðunn dóttir mín og Friðrik Sigurðsson maður hennar voru búin að panta far með flugvél Flugfélags Íslands til London og síðan þaðan með annarri flugvél til Madridar.
Fjögur barnabörn mín voru með þeim í för.
En ferðaáætlunni var rústað með hvorki meira né minna en sólarhrings seinkum á fluginu frá Keflavík.
Þau þurftu því að leita sér að gistingu fyrir þau öll, ekki aðeins þessa einu aukanótt, heldur líka aðra, því að þau þurftu að bíða dag í viðbót eftir því að fá far með flugvél til Madridar, af því ekki var pláss daginn eftir að þau komu til Lundúna.
Þessi kostnaður var alger viðbót, því að í Madrid höfðu þau samið við spánska fjölskyldu um að vera í íbúð þeirra þar gegn því að íbúð Iðunnar og Friðriks yrði til reiðu fyrir spænsku fjölskylduna á sama tíma hér heima.
Fyrir sex manna fjölskyldu munar um svona mikinn aukakostnað sem mér skilst að flugfélagið bæti ekki.
Nú virðist vera að hefjast aftur yfirvinnubann í vinnudeilu flugmanna og varla fækkar það svona vandræða uppákomum eða gerir þær léttbærari.
Þriðjungur vélanna á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.