Umferðarfréttirnar farnar að þyngjast.

Skyldu vera mörg lönd þar sem það eru helstu fréttirnar fyrir hverja sumarhelgi að "umferð sé farin að þyngjast"?

Á útlendu máli er frétt nefnd "news" eða "nyheder."  Það þýðir að frétt sé eitthvað sem sé mjög óvenjulegt.

Það getur ekki verið neitt nýtt við það að "umferð sé farina að þyngjast" þegar líður á föstudag um hásumarið.

Umferð þyngist alltaf við þessi skilyrði og það væri frekar frétt ef umferð væri ekki farin að þyngjast þegar helgin hefst.

En þetta helst í hendur við hið árvissa kapphlaup fjölmiðla  við að segja frá svona löguðu og nær hámarki um verslunarmannahelgina þegar beinar útsendingar og næstum því bílatalningar eru á leiðum út úr höfuðborginni til að fjalla sem best um það sem gerist fyrirsjáanlega á hverju ári, að í lok föstudags fyrir verslunarmannahelgina sé "umferð farin að þyngjast."

Dag hvern dynja yfir þjóðina "fréttir" af samkomum hér og samkomum þar enda beint og óbeint auglýsingaflóð yfirþyrmandi,  og í gangi er nokkurs konar Íslandsmeistarakeppni ífjölmiðla í því að fylgjast með fólksfjölda hér og þar, fylliríi hér og þar og allt að því kapphlaup um fréttir af fíkniefnabrotum, óhöppum, erli lögreglu og fjölda nauðgana.

Áratugum saman tók ég af áhuga þátt í þessu fréttakapphlaupi en hin síðari ár sækja á mig spurningar um það hvort það séu svona miklar fréttir að umferð sé farin að þyngjast eða minnka.


mbl.is Umferð farin að þyngjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband