18.7.2011 | 18:25
Nútímaleg stjórnarskrá en þó sígild.
Allar stjórnarskrár endurspegla samtíma sinn þótt í þeim sé að finna grundvallaratriði, sem aldrei falla úr gildi.
Stjórnarskráin, sem nú er í smíðum hjá stjórnlagaráði ber merki þessa.
Í henni er ekki aðeins að finna síendurtekin og sígild ákvæði eins og varðandi eignarétt og meginreglur réttarríkis, heldur einnig ákvæði sem breikka og bæta við grundvallaratriði mannréttinda sem felast í frelsi, jafnrétti og lýðræði sem eru forsenda þess þjóðfélags sem við viljum lifa í og stjórnarskráin á að spegla.
Síðan verður að huga að nýjum aðstæðum eins og byltingu í samskipta- og upplýsingatækni og nefna hlutina sínum réttu nöfnum.
Í umræðum um opna og upplýsta umræðu var farið í saumana á orðalagi í þessu efni, svo sem það hvort ætti að nefna netið sérstaklega. Hugsanlega yrði fljótlega enn ein byltingin í því efni í formi nýrrar tækni og því réttara að tala um samskipta- og upplýsingatækni í stað þess að nefna netið sérstaklega.
En þótt stjórnarskráin þurfi að vera nútímaleg og taka mið af aðstæðum samtímans verður um leið að leitast við að hún verði sígild eftir því sem unnt er.
Óheftur aðgangur að netinu verði tryggður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel hefur tekist til með mannréttindakaflann, fyrir utan fáeinar óþarfa tvítekningar. En stjórnskipunarkaflinn er skelfileg moðsuða. Kosningakerfið er ruglingslegt með landslistum og kjördæmalistum þegar eitt kjördæmi hefði verið besti kosturinn. Málsskotsþröskuldar eru alltof lágir og bjóða heim hættunni á að þriðjungur þingheims tefji mál úr hófi. Þingmenn í stjórnarandstöðu (án tillits til flokka) hafa hingað til ekki sýnt þau þroskamerki að þeir kunni með svona rétt að fara.
Eflaust sýnist hverjum sitt um þessi drög, en ekki get ég varist þeirri tilfinningu að stjórnkipunarákvæði núverandi stjórnarskrár séu betri þegar upp er staðið. Og því þá að samþykkja moðsuðuna?
Að þessu leyti eru drögin mikil vonbrigði.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 19:18
Mér finnst vanta blæjubann. Taka af öll tvímæli.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 19:42
Margt í drögunum er ágætt, sumt ekki eins gott en fátt afleitt. Tek undir með Baldri Ragnarssyni með of flóknar reglur um kosningakerfi. Ef slíkt er of flókið getur það leitt til vantrausts kjósenda og þess sem verra er; minni kosningaþátttöku vegna þess að fólki finnst kerfið torskilið og óljóst hvort atkvæði hvers kjósanda hefur yfirleitt nokkur áhrif. Við lestur uppkastsins ber nokkuð á því að ráðið hafi orðið að ná samkomulagi við einhverja fortíðardrauga, sem eiga vafalaust sæti í því. Það er ekki nógu gott ef hver grein hefst á framsæknum og nútímalegum ákvæðum, en síðan eru tennurnar dregnar úr þeim í síðari málsgreinum. Á hinsvegar eftir að lesa drögin í annað og þriðja sinn til að átta mig betur á þeim.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 19:44
Mér er fyrirmunað að skylja afhverju, er ekki gert ráð fyrir fækkun þingmanna, t.d. í 51-55. því þingmenn eru of margir, til að starfsfryður sé á þinginu. Því öllum almennigi ofbýður að hlusta á "hálftíma hálvitanna"
Sömuleiðis sýnist mér afskaplega lítið tekið á dómsmálum,Héraðsdómi og Hæstarétti.Því það er hverju þjóðfélagi stórhættulegt ef borgararnir,treysta ekki dómskerfinu.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 20:46
Það er alger misskilningur að hið nýja kosningakerfi verði flóknara fyrir kjósandann í kjörklefanum en það gamla.
Í nýja kerfinu getur kjósandi farið inn í kjörklefann, krossað við sinn gamla flokk og farið út aftur. Það reiknast sem eitt atkvæði til flokksins sem dreifst jafnt á alla frambjóðendurna á listanum.
Kjósandinn getur líka stutt flokk sinn með því að krossa við þann frambjóðanda hans, sem honum finnst álitlegastur, og fær þá frambjóðandinn atkvæðið og flokkurinn einnig.
Það er hins vegar úthlutun sætanna sem verður flókin í þessu kerfi en þó ekkert flóknari en í núverandi kerfi.
Það er aukaatriði og skiptir litlu þótt það dragist eitthvað að fá fram endanleg úrslit.
Aðalatriðið er að þetta sé einfalt fyrir kjósandann í kjörklefanum og með þessu kerfi fær hann tækifæri til að velja sjálfur og fara brosandi út.
Einfaldara getur það varla verið.
Ómar Ragnarsson, 18.7.2011 kl. 22:43
Sæll Ómar; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Frá öndverðu; umræðunnar um tilkomu Stjórnlagaþings, sem umbreyttist svo, í þetta ráð ykkar, var ég / og er; í vafa um notagildi þess, fyrir samlanda okkar, hvar; hið svonenfnda Alþingi - sem og Stjórnarráðið sjálft, hafa ekki haft undan, að þver brjóta ákæði, hinnar gömlu Stjórnarskarár, núgildandi.
Skemmst er frá að segja; að þessi hrákasmíð ykkar, sem þið birtuð í dag, er ekki 2 Skildinganna virði, hvað þá meir, Ómar minn.
Fyrir utan; 109. greinina, eruð þið svo snokin fyrir Alþingi, að þið viljið veg þessarra Landeyða, sem þar sitja, hinn mestan - í hróplegu ósamræmi við alla starfshætti þess, sem alkunn svik þess, við Íslendinga, í bráð - og lengd.
Þannig að, spyrja má, í ljósi kringumstæðnanna, frá Haustinu 2008, hvað þið hafið raunverulega verið að iðja, 25 menningarnir, yfirleitt ?
Hvergi; sér staðar, hjá ykkur, að þið viljið rétta hlut Alþýðunnar, á nokkurn handa máta, sem verðugast væri nú, eftir það, sem á undan er gengið.
Kannski; kalla þurfi til, Líbýska þjóðfrelsissinna (og Konungsmenn; fylgjendur Senussi ættar) þar syðra, ásamt ýmsum nágranna þeirra, til þess að leiðrétta það, sem úr skorðum hefir farið, hér heima.
Að minnsta kosti; virkar þessi hópur ykkar á mig, eins og hvert annað Pöntunar félag, fyrir þau Jóhönnu og Steingrím, eins nú hagar til, öllum málum, hér á Fróni.
Þið hljótið; að geta gert betur - eða hvað ?
Með kveðjum undrunar - en kveðjum samt /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 23:02
Vinsamlegast nefnið hlutina réttnefni.
Þett er Stjórnlaga-NEFND, ekki ráð.
Ráð ráða nefnilega einhverju en eru ekki valdalaust tæki í höndum sundurspilltrar stjórnmálaelítunnar.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 00:56
Sælir; að nýju !
Nafni minn; Guðmundsson !
Þakka þér fyrir; þessa þörfu leiðréttingu - þó svo; ég nenni vart, að framfylgja henni, á minni síðu, enda,.......... hefi ég RÁÐIÐ, innan gæsafóta, mestmegnis, svo sem.
Vildi leiðrétta; í leiðinni - Stjórnarskrár; átti að standa, í minni fyrri færzlu. Afsakið; finnist ambögur fleirri, að nokkru.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 01:01
Er verið að segja að það sé engin hagsbót fyrir lýðræðislegan rétt alþýðu manna að 15% kjósenda geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málum?
Engin bót mála að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál?
Er það engin bót fyrir alþýðu manna að með upptöku hreins persónukjörs til Alþingis geta kjósendur ráðið því beint í kjörklefanum hverjir komasta á þing?
Ef það er meiningin með þessum aðfinnslum að leggja eigi niður þing þjóðkjörinna fulltrúa, hvað vilja menn þá að komi í staðinn?
Ómar Ragnarsson, 19.7.2011 kl. 09:26
Sælir; sem fyrr !
Ómar !
Rétt er það; leggja þarf niður, þing burgeisa valdastéttarinnar - og Breiðfylking Alþýðunnar taki við, á forsendum valddreifingar, hinna vinnandi stétta - útiloka verður; afætur mennta hrokans - sem og hvítflibba- og blúndukerlinganna, sem komu öllu hér, á hvolf.
Þú hlýtur að sjá; að núverandi stjórnarhættir, eru með öllu óverjandi, í framtíð inni.
Að öðrum kosti; munu brottflutningar Íslendinga, af landinu, halda áfram - og; í enn ríkara mæli, en verið hafa, til þessa.
Með sömu kveðjum; sem þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.