19.7.2011 | 20:27
Þjóðarfangelsi með múra á hafi úti.
Thor Thors sendiherra Íslands hjá Sþ bar upp þá tillögu að samtökin samþykktu stofnum Ísraelsríkis.
Íslendingar eru því guðfeður þess ríkis.
En hvorki hann eða aðrir þálifandi Íslendingar hefðu getað látið sér detta í hug að 63 árum síðar héldu Ísraelsmenn Palestínumönnum í þjóðarfangelsi, brytu gegn samþykktum Sþ og að fangelsið næði út á alþjóðlegt hafsvæði.
Ísraelsmenn kvarta yfir því að guðfeðurnir séu ekki ánægðir með þetta og gefa í skyn að þeir líti á okkur sem óvini Ísraelsmanna af því að við sýnum Palestínumönnum ekki fjandskap, heldur teljum að þeir eigi sama rétt og Ísraelsmenn höfðu 1948 til þess að stofna sitt eigið ríki.
Það er afar dapurlegt hvernig þessum málum er komið en Ísraelsmenn ættu að líta sér nær til að finna það sem er að fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Fékk ekki að fara til Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem er einna helst að þarna eru ættbálkagaldrabækurnar, biblía og kóran. Sérsmíðuð tól til að gera akkúrat þetta.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 21:30
Thor Thors sendiherra er nú kannske ekki sá pappír sem ætti að vitna til í dag. Allir vita að Ameríkanar hafa dælt billjónum í Ísraelsríki í áratugi. Afhverju? Jú Gyðingar ráða yfir Wall-street(peningamörkuðum í heiminum) En ég verð að viðurkenna að ég sem "kona" held að við konur séum betur settar með að vera Gyðingatrúar en múslimskar trúar. Lái mér hver sem vill.!!!!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 22:34
Þegar Sómalir stöðva skip á alþjóðahafsvæði fara fjölmiðla á hvolf og tala um sjórán og sjóræningja. Þegar Ísraelar stöðva skip á alþjóðahafsvæði þá er jafnvel talað um rétt þeirra til að verja eigið land, þrátt fyrir að ákvörðunarstaður stöðvaða skipsins sé ekki Ísrael. Er einhver munur hér á annar en hræsni fjölmiðla og vesturlandabúa almennt.
Kv.
Umrenningur, 20.7.2011 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.