20.7.2011 | 10:58
Bjöguð skattheimta.
Fyrir það verð sem þarf að borga fyrir venjulegt reiðhjól má kaupa notaða bíla í furðu góðu ástandi.
Verð á reiðhjólum er að mínu mati allt of hátt og gegnir furðu að lang vistvænasti og heilnæmasti ferðamátinn skuli ekki njóta sömu hlunninda og vistvænustu bílarnir.
Hér þarf að gæta samræmis og breyta þessu sem allra fyrst.
72% dýrara að kaupa reiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammala
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2011 kl. 12:41
Takk, Ómar fyrir að benda á þessa skekkju.
Í bloggfærslu Landssamtaka hjólreiðamanna er tekið undir, og bætt við bakgrunni, rökum og vitnað í málflutningi samtakanna gagnvart yfirvöldum : http://lhm.blog.is/blog/lhm/entry/1180200
Morten Lange, 20.7.2011 kl. 12:45
Alveg rétt hjá þér,
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 13:03
Þetta er líka bara peningaplokk. Bara verið að refsa þeim sem vilja spara aðeins bílinn fyrir hjólið.
Þórarinn (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 18:15
Sæll Ómar; og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Býstu við því; að æðstu yfirmenn Íslenzku Mafíunnar - mútuþegarnir í Stjórnar ráðinu taki upp á því núna, að bæta fyrir yfirgengileg afglöp, sín ?
Þetta er mannskapur (um 7000 manns, cirka); í opinberu kerfi Reykjavíkur miðstjórnarinnar - sem og svindlaranna, í velflestum sveitarstjörnum landsins, auk embættis kerfis og annarra afætna, sem Íslandi er svo mikilvægt, að losna við - all langt; út fyrir Landhelgi okkar, áður en hugsa mætti, til mögulegrar endur reisnar hér, á ný.
Með kveðjum; úr Árnessýslu utanverðri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 20:04
þetta er hneyksli! Okkur sem hugsa um umhverfið og heilsusamlega hreyfingu verður hér refsað. Hvaða hvatir standa bak við svona lagað?
Úrsúla Jünemann, 20.7.2011 kl. 20:19
Innilega sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.7.2011 kl. 00:18
Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég er að leita mér að hjóli og var að furða mig á þvi hvað þau eru dýr. HKH
Helgi K. Hannesson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.