23.7.2011 | 11:43
Leiðir hugann að svipuðum atburðum.
Rétt eins og efast hefur verið um það alla tíð að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki þegar hann myrti Kennedy, kemur svipað upp nú.
Á árunum 1963-68 þegar John Kennedy, Lee Harvey Oswald, Malcolm X, Marin Luther King og Robert Kennedy voru myrtir, hugsuð flestir Norðurlandabúar: Þetta gerist bara erlendis eða Bandaríkjunum, ekki hjá okkur.
Morðið á Olov Palme 1986 varð því gríðarlegt og eftirminnilegt áfall fyrir Norðurlandabúa.
Þegar við höfum frétt af fjöldmorðum óðra manna í Bandaríkjunum höfum við líka hugsað sem svo: Svona lagað gerist ekki hjá okkur.
Nú hefur þetta samt gerst í norrænu samfélagi og áfallið kannski enn meira en við morðið á Palme.
Voru byssumennirnir tveir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látum lögreglu rannsaka málin til fullnustu áður en við látum frjókornum efans sá eitri sínu í huga okkar.
Það er líkt með viðhorfi fólks í Stokkhólmi 1986, Oklahoma 1995 og Osló 2011 að enginn lét sér í hug koma að svona lagað gæti gerst.
Sama gilti um Dallas 1963.
Ég leyfi mér þó að benda þetta: http://www.youtube.com/watch?v=Ofwg2PXavgc
Sá allan þáttinn á Discovery Channel, fannst bæði rannsóknin og rökin nokkuð sannfærandi og var nú efins fyrir. Lee Harvey Oswald vann ódæðisverkið einn.
En það segir ekkert um hvort hann var óstuddur eður ei.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 23:37
Já okei Baldur, þú veist þetta bara allt saman. Gætirðu útskýrt hvernig Lee Harvey Oswald skaut JFK í gegnum laufgað tré? Endilega, láttu okkur vita, plús hvernig hann gat hleypt af svo mörgum skotum á ekki lengri tíma, og hitt eitthvað. Fyrst þú sást ALLAN þáttinn þá hlýturðu að getað útskýrt þetta fyrir okkur hinum.
Þú ættir kanski að leyfa "fjókornum efans sá eitri sínu í huga þinn" (?? wtf?). Þú lítur sem sagt á efann sem neikvætt fyrirbrigði??
palli (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 04:58
Einfalt, Palli minn. Trén voru ekki í skotlínunni árið 1963. Þau eru það núna, enda hafa þau tilhneigingu til að vaxa á nokkrum áratugum.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.