25.7.2011 | 10:43
Brutus, John Wilkes Booth, Lee Harvey Oswald og kó.
Brutus, John Wilkes Booth, Lee Harvey Oswald, Sirhan Sirhan og Anders Behring Breivik, - hvað eiga þessir menn sameiginlegt?
Þeir eiga það sameiginlegt að enginn, hvorki samtíðarmenn þeirra né kynslóðirnar á eftir þeim, hefðu haft hugmynd um að þeir hefðu verið til ef þeir hefðu lifað venjulegu lífi. Allmargir samtíðarmenn þekktu Brutus og John Wilkes Booth en ekki hina.
En þeir eiga það sameiginlegt að hafa heillast af þeirri hugmynd að drepa þekkta persónur, Sesar, Abraham Lincoln, John F. Kennedy, Robert Kennedy og Gro Harlem Brundtland.
Þar með tryggðu þeir sér það að nöfn þeirra yrðu rituð í sögubækurnar.
Breivik virðist hafa haft það höfuðtakmark að drepa sem allra flesta af hugsanlegum leiðtogum framtíðarinnar, en nú kemur í ljós að hann hugsaði jafnframt á svipaðan hátt og þeir Brutus, Booth, Oswald og Sirhan.
Ætlaði að ráðast á Gro Harlem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.