Hróp að grundvallaratriði réttarfarsins.

Ævinlega þegar ódæðismenn eins og Breivik eiga í hlut rís krafan um afgreiðslu málsins án dóms og laga.

Grundvallaratriðið í vestrænu réttarfari er að allir sakborningar, burtséð frá málavöxtum, fái sams konar málsmeðferð, þar sem sækjandi og verjandi hafa jafnstöðu til að sækja og verjast.

Breivik vill þetta vestræna réttarfar feigt og valda sem mestu uppnámi. Það tekst honum ef af heift og hatri er ráðist að verjanda hans.

Við þekkjum það frá löndum, þar sem lýðræðislegt réttarfar á undir högg að sækja og ofbeldismenn sækja að því, að þeir reyna að hræða dómara og verjendur og þvinga þá til að beygja sig fyrir ofbeldinu.

Þannig vilja þeir sprengja allt upp og koma sínu fram.

 


mbl.is Dómþinginu lokið í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk fyrir þennan þarfa og umhugsunarverða pistil.

Það er einmitt hræðilegur pólitískur öfgaágreiningur, og aftökur án dóms og laga, sem  ekki eiga tilverurétt á 21 öldinni.

Við verðum að hafa þann þroska til að bera, að haga okkur ekki eins og miðaldar-villifólk, þótt við séum ekki öll með sömu sýnina, vegna þekkingar/skilningsleysis og fordóma gagnvart ólíkum skoðunum.

Það væri okkur öllum hollast að þakka fyrir að vera ekki svona helsjúk, eins og þessi fjöldamorðingi í Noregi, og nota orkuna í að sýna aðstandendum samhug í þessum hörmungum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband