26.7.2011 | 13:53
Voru Hitler, Himmler, Göring og kó geðveikir ?
Oft hefur verið minnst á það að skammt geti verið milli geðveiki og annarra þátta í persónuleika og sálarlífi manna.
Anders Behring Breivik er ekki fyrsti eða eini maðurinn sem hefur "lifað í eigin heimi" og skapað sér heilt kerfi ritverka og athafna í samræmi við það.
Adolf Hitler var dæmi um mann sem "lifði í eigin heimi" yfirgengilegra fordóma um fólk og þjóðir.
Hann trúði því að Gyðingum mætti kenna um flest það sem aflaga færi og því þyrfti að útrýma þeim.
Hann setti fram hugmyndir um það "þúsund ára ríkið" þar sem yfirburðakynþátturinn Aríar (tómt bull) ætti að verða herraþjóð í veröldinni og ráða yfir öðrum óæðri kynþáttum sem þjónuðu hinn guðdómlegu yfirþjóð.
Þýskaland skyldi verða miðja hins guðdómlega þúsundára ríkis en hinar slavnesku þjóðir í Austur-Evrópu skyldu sjá herraþjóðinni fyrir matvælum allt austur á sléttur Rússlands og Úkrainu og tryggja "lífsrými" Þjóðverja.
Í stríðglæparéttarhöldunum í Nurnberg kom það ekki til álita að úrskurða að Himmler, Göring, Keitel og allir hinir meðreiðarsveinar Hitlers sem framkvæmdu hin viðbjóðslegu ódæði Helfararinnar væru geðveikir.
Þegar litið er yfir hugmyndafræðina að baki þessum glæpum gegn mannkyni sést að hún var ekki geðveikislegri en það að nasistunum tókst að taka hundruð milljóna manna með sér í þá vegferð fjöldamorða sem Hitler hafði raunar lýst fyrirfram í bók.
Hún var útfærð á kaldrifjaðan hátt af sérstakri og ítarlegri vinnu samkvæmt einhverri nákvæmustu og yfirgripsmesti áætlun sem mannkynssagan kann frá að greina.
Segir Breivik vera geðsjúkan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum rándýr, það einfaldlega brýst út þegar við erum/finnst við vera afkróuð. Við sjáum þetta endalaust í gegnum söguna. Þarf ekki nema einn ruglukoll til að gera menn að öskrandi hóp af villidýrum
Eins og núna, nú rambar heimurinn á barmi gjaldþrots.. allt getur gerst.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 14:18
Eg held ad Hitler hafi ekki ordid "gedveikur" fyrr en eftir 1942-2 og kannski adallega eftir tilraedi Claus Philipp Maria Schenk Graaf von Stauffenberg i juli 1944.
Hugmyndirnar um "Lokalausnina" koma audvitad ekki fra Hitler, heldur nafna hans Adolf Eichmann. Mig minnir ad thad hafi verid gerd biomynd um fundinn thegar lagt var a radin um thess hrodalegu 'aaetlun
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2011 kl. 14:27
Samkvæmt mínum heimildum var það síðsumars 1941 sem Adolf Hitler fól Hermanni Göring að setja í gang áætlun um að "leysa Gyðingavandamálið". (Solve the jewish question)
Göring setti Heydrich yfir framkvæmd verksins og og þetta var í raun upphaf þess verks að útrýma Gyðingum.
Ég sé satt að segja engan mun á hegðun og ummælum Hitlers allar götur til endaloka hans í byrginu í Berlín.
Meginhugmynd hans, sem hann tönnlaðist á frá upphafi til enda var: Aldrei aftur nóvember 1918.
Það þýddi að í stað þess að semja vopnahlé og gefast upp áður en óvinaherir væru komnir inn í landið eins og 1918 skyldi berjast til síðasta manns þótt það kostaði það að þýska þjóðin færist í Ragnarökum endalokanna.
Hitler var sjálfum sér samkvæmur í þessu frá upphafi til enda og í stað þess að gefast upp í september 1944 og bjarga þar með milljónum manna frá dauða og koma í veg fyrir ólýsanlegt tjón í Þýskalandi síðustu mánuði stríðsins, tókst honum að leiða þýska herinn og þjóðina
Ómar Ragnarsson, 26.7.2011 kl. 16:16
Þið þurfið að sjá bíómyndina "conspiracy", sem fjallar um Wansee skjalið. Kenneth Branagh flottur sem Heydrich.
Hitler sleppti sínum hundum lausum í upphafi stríðs, og reyndar fyrr. Reyndar synd að kalla þessa menn hunda, fyrir hunda sakir. Lokalausn "gyðingavandamálsins" var hans hugmynd, og hann sendi framkvæmdina áfram, þar sem hún skyldi unnin á sem hagkvæmastan hátt.
Hefur einhver ykkar annars komið til Birkenau? (Auschwitz II)
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 17:10
Heydrich var haerra settur en Adolf Eichmann og fol honum ad utfaera lausn "gydingavandamalsins".
Eichmann kom med lausnina svikalaust
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2011 kl. 17:37
Ja, Jon Logi, eg kom thangad fyrir nokkrum arum. Ogleymanleg heimsokn.
Sja blogg mitt um tha heimsokn, asamt myndum: HER
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2011 kl. 17:47
Sigurður Antonsson, 26.7.2011 kl. 22:26
Það sem mér þykir undarlegt er að þessi tilgáta og umræða um einhverja geðsýki hjá þessum hryðjuverkamanni. Ekki minnist ég neinnar sérstakrar umræðu um geðheilbrigði þeirra sem sprengja sig í mannfjölda, þeirra sem réðust á tvíburaturnana eða þeirra sem stóðu að voðaverkunum í Kosovo.
Erum við svo fordómafull og geðbrengluð að líta á fjöldamorð sem eðlilegan hlut hjá öllum sem ekki eru eins og við sjálf? Erum við að stimpla heilu þjóðirnar og trúarbrögð sem okkur eru framandi sem hættulega "eðlilega fjöldamorðingja" á sama tíma og bróðir okkar gæti verið að skipuleggja sprengjuárás á fjölskyldu og húsdýragarðinn? Hvers vegna er röksemdarfærslan "hann er ekki múslimi þannig að hann hlýtur að vera geðbilaður"?
Hvernig getur svona komið á óvart þegar við frá barnsaldri sjáum það í fjölmiðlum á hverjum degi að sumir einstaklingar og hópar eru réttdræpari en aðrir? Hátíðlegar yfirlýsingar um helgi hvers mannslífs þegar eitthvert "okkar" er drepinn. Orðalag þar sem þeir sem teljast til "hinna" falla eða jafnvel látast í skotárás en þeir sem tilheyra "okkur" eru myrtir.
Á sama tíma og fjölmiðlar hér eru fullir af myndum og fréttum frá Noregi og mogga bloggarar hafa ekki undan læðast inn litlar undirmálsfréttir "
Ástandið versnar enn í Sómalíu...yfir 700 þúsund börn séu í lífshættu
" og "Mislingafaraldur hefur dregið 1.145 börn í Kongó til dauða" en ekki einn einasti mogga bloggari virðist snortinn af þeim fréttum. Er það geðveiki?
sigkja (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 01:38
Flottur hlekkur Gunnar, - og þetta er túr sem maður gleymir aldrei.
Ég fór þarna 1998, - blankur og með lest. Þetta er svo fast í minni mínu að ég gæti bent þér á allar staðsetningar á myndunum þínum, bætt við og jafnvel leiðrétt ef eitthvað er.
Sá ekki myndina af Königsgraben eða húsi Mengeles hjá þér. Königsgraben var mynd máluð á loft eins kvennaskálans. Viðfangsefnið var skófluvinna fanga í röndóttum fötum. Nafngiftin var háð.
Ef þú hefur misst af henni þá skal ég glaður senda þér hana.
Hús Mengeles náði ég ekki að skoða. (það var reyndar stofa hjá honum í Auschwitz líka, en húsið var í Birkenau, og þar fór mestallur hryllingurinn fram)
Ég féll á tíma og þurfti að taka sprettinn í taxa af gerðinni POLONEZ, hehe. En kannski var það heppilegt, mér leið svo illa nálægt þessum kofa, og komst ekki að því fyrr en á leiðinni út hvar þar hafði verið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.