Ótrúleg umskipti.

Það eru ekki mörg ár síðan Fiat var eitt þeirra fyrirtækja í Evrópu sem virtust eiga hvað erfiðasta framtíð framundan ef um nokkra framtíð var þá að ræða, svo illa var komið fyrir fyrirtækinu.

Fiat mátti svo sannarlega muna sinn fegri. Oft á síðustu hálfri öld unnu bílar fyrirtækisins hin eftirsóttu verðlaun "bíll ársins í Evrópu" og má þar sem dæmi nefna Fiat 124, 127 og Fiat Uno.

Þegar svo virtist sem Fiatsamsteypan væri að niðurlotum komin kom síðan þessi stórkostlega endurkoma og upprisa, sem hinn nýi Fiat 500 er gott dæmi um.

Síðustu árin hefur Fiat verið í fremstu röð í gerð dísilvéla og nú síðast í gerð bensínhreyfla með hinum frábæru Twinair-hreyflum.

Þetta gleður mjög mann, sem í gegnum tíðina átt sex gerðir af Fiat og oft dáðst að hönnun fyrirtækisins, allt frá Fiat Topolino Giacosa til hins nýjasta Fiat 500.


mbl.is Chrysler hefur góð áhrif á Fiat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband