26.7.2011 | 17:16
Góð sigling á nýrri stjórnarskrá.
Nú stendur yfir lokaatkvæðagreiðsla hjá Stjórnlagaráði um nýja stjórnarskrá. Síðustu dagar hafa verið krefjandi í starfinu, því að sjónarmið, bakgrunnur og skoðanir okkar eru afar mismunandi.
Segja má að síðustu daga hafi skipið okkar verið á leið gegnum brimgarð í skerjagarði en í atkvæðagreiðslunni, sem nú stendur yfir, virðist fleyið komið í gegnum rótið og nú er svo komið að búið er að samþykkja um helming stjórnarskrárinnar, og eru þar með taldir stórir og mikilvægir kaflar um mannréttindi, náttúru og kosningar, sem geta markað tímamót í íslenskum stjórnmálum, ef ná fram að ganga.
Nú eru að skila sér heilindi, drengskapur, sáttfýsi, samvinnuvilji og ötult starf, sem hefur einkennt starf okkar frá upphafi, raunar allar götur aftur til nóvember síðastliðins.
Atkvæðagreiðslurnar sýna mikla eindrægni, mun meiri en ég átti nokkurn tíma von á, og það, að við ætlum okkur að taka sameiginlega ábyrgð á þessu verki okkar, þótt ekkert okkar hafi að sjálfsögðu fengið sínar ítrustu óskir uppfylltar.
Þetta er eitthvert mest gefandi starf, sem ég hef lent í á alllangri ævi, alveg burtséð frá því hvaða viðtökur þetta plagg okkar fær.
Til höfuðs fjölmenningarstefnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að treysta ekki eigin þjóð fyrir því sem máli skiptir i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslur, ég mun seigja nei.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 00:50
Það er gott að það er góður gangur í þessu hjá ykkur.
en eins og ég hef áður sagt að þrátt fyrir að þarna sé aeflaust margt af mjög góðum tillögum sem heima eiga í Stjórnarskrá þjóðarinnar, þá held ég samt að með því að smygla inní stjórnarskrána tillögum um að heimilt sé að skerða fullveldi þjóðarinnar og afsala því til yfirþjóðlegra stofnana eða Ríkjasambands eins og ESB þá hafið þið skotið ykkur illilega í fótinn.
Gunnlaugur I., 27.7.2011 kl. 09:56
Þannig að ef tillögur Stjórnlagaráðs fara allar í einum pakka í þjóðaratkvæði og menn geti ekkert valið úr, verði annaðhvort að segja já við öllum pakkanum eða nei og þar með hafna öllum pakkanum.
Þá er ég algerlega sannfærður að málið fer eins og Guðmundur Ingi Kristinsson segir hér að ofan. Það er að öllum tillögum Stjórnlagaráðs verði hafnað af þjóðinni.
Betra væri því að menn yrðu að kjósa um einstaka liði, þá næðust eflaust mörg þjóðþrifamál í gegn sem þið hafi unnið að.
En með þetta dæmalausa fullveldisframsal inni, sem vitað var að gríðarleg andstaða var við, þá hafið þið eyðilagt pakkan og plantað líki í lestina !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 10:11
Annar ykkar segir að ákvæðin um afsal á valdi sé "lík í lestinni" en hinn segir að við rænum valdi af þjóðinni, þótt í ákvæðunum um afsal valds sé mælt fyrir um að það verð aðeins gert með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Það er samræmi í þessu eða hvað?
Ómar Ragnarsson, 27.7.2011 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.