Allir mįttu vita hvaš Hitler ętlaši sér.

Adolt Hitler og Anders Behring Breivik voru firrtir menn sem vissu nįkvęmlega hvaš žeir vildu og ętlušu sér. Žeir voru svo vissir ķ sinni sök aš žeir leyndu ekkert skošunum sķnum og fyrirętlunum nema aš beinlķnis vęri naušsynlegt aš višhafa leynd eša blekkingar til aš nį markmišunum fram.  

Breivik viršist hafa veriš svo sannfęršur um réttmęti gerša sinna aš hann hirti ekki um aš dylja ašild sķna aš žeim eftir aš hann hafši drżgt sitt mikla ódęši.

Hann duldi aš vķsu fyrirętlan sķna, žvķ aš annars hefši hann ekki getaš framkvęmt hana.

Allir hefšu mįtt vita hvaš Hitler ętlašist fyrir. Hann lżsti stefnu sinni og fyrirętllunum ķ bókinni Mein Kampf nęstum įratug įšur en hann nįši völdum.

Stefnan var skżr og einbeitt. Hśn fólst ķ žvķ aš fella Versalasamningana sem "žjóšsvikarar" hefšu gert og krefjast "lķfsrżmis" (lebensraum) fyrir Žjóšverja meš žvķ aš nį yfirrįšum yfir hinum miklu kornforšabśrum Ukrainu og Rśsslands. Žaš yrši framkvęmt ķ "sókn til austurs" (drang nach osten).

Žjóšverjar og "hreinir Arķar" vęri yfirburšakynstofn en ašrir kynstofnar óęšri og skyldu žvķ žjóna herražjóšinni.

Gyšingar vęru śržvętti og höfušmein mannkyns sem bęri aš losa sig viš. Hinn "gyšinglegi bolsévismi" vęri höfušóvinurinn. Žetta var einkennilegt aš sjį, žvķ aš Stalķn hafši, eins og Hitler, ķmugust į Gyšingum, einkum sķšustu įrin og fannst hiš besta mįl aš žeir flyttust til Palestķnu og sķšar Ķsraels.

"Aldrei aftur nóvember 1918!" var kjörorš Hitlers, aldrei aftur skyldu Žjóšverjar gefast upp ķ strķši į jafn smįnarlegan hįtt og ķ fyrri heimsstyrjöldinni žegar herir óvinanna voru enn utan landamęra Žżskalands, heldur skyldi berjast til sķšasta manns og sķšustu stundar.

"Žjóšsvikarar" hefšu stašiš fyrir uppgjöfinni 1918 og skyldi slķkt aldrei lišiš framar.

Öll atburšarįsin frį 1933 til 1945 var stašfesting į žvķ sem Hitler hafši lżst yfir aš hann ętlaši sér.

Žess vegna var žaš svo ótrślegt, svo hręšilegt, hvernig menn litu fram hjį žessu og reyndu aš hafa žennan villimann góšan, fyrst meš frišžęgingarstefnu (appeasement) Breta og Frakka 1933 og sķšar meš grišasamningi Hitlers og Stalķns 1939, sem raunar var geršur af illri naušsyn af hįlfu Stalķns, sem treysti ekki lengur yfirlżsingum rįšamanna Vesturveldanna.

Auk žess flękti Rśssahręšsla (Russofobia) Pólverja mįliš, žvķ aš eina rįšiš til žess aš Rśssar gętu hjįlpaš žeim fólst ķ žvķ aš rśssneskur her fengi aš fara inn į pólskt landsvęši til aš berjast viš innrįsarher Žjóšverja.

Og ofan į allt žetta bęttist aš žżska žjóšin og allur heimurinn horfšu ķ raun framhjį vošaverkum Helfararinnar žar til afleišingarnar blöstu viš ķ strķšslok.


mbl.is Vissu fljótt aš Breivik var sekur
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband