Þarf ekki lyf til.

Marga skrautlega ökumenn hef ég séð á rúmlega þúsund kílómetra akstri í gær og í dag.  Þegar "lestarstjóri" á annars prýðilegum bíl heldur langri röð á eftir sér á 65-70 kílómetra hraða er ég oft að pæla í því hvernig á svona ökulagi standi. 

Á einum stað í dag stór kyrrstæður bíll á ská á plani við vegbrún hjá T-gatnamótum þegar ég kom niður að þeim.

Aflíðandi beygja var inn á veginn en enda þótt svo virtist sem ekkert fararsnið væri á ökumanni bílsins sem stóð kyrr í stefnu inn á veginn var ég við öllu búinn.

Þegar ég var alveg að koma að honum rykkti hann bílnum skyndilega inn á veginn þvert í veg fyrir mig og beygði um leið í sömu átt og ég ætlaði.

Engin viðvörun, ekkert stefnuljós.

Ég svipti mínum bíl til og tókst með naumindum að komast fram hjá honum aftan við hann.

Stundum virðist sem sumir ökumenn séu að deyja úr ótta eða hræðslu. 

Þeir þora ekki inn á gatnamót eða í hringtorg þótt enginn sé í vegi þeirra á þeirra akrein, hægja ferðina niður í 45 kílómetra hraða niður neðstu beygjuna í Kömbunum í logni, og þurru, heiðskíru veðri. 

 Erfitt er oft að giska á hvað veldur, lyfjaneysla, ölvun, ellihrumleiki, sofandaháttur eða vanmetakennd vegna getuleysis við stjórn bílsins.

Það þarf ekki nema nokkra ökumenn til þess að valda miklum vandræðum.  


mbl.is Undir áhrifum fjölda lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti verið reynsluleysi ökumannsins.

Bárður (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég ek daglega eftir hluta af þjóðvegi eitt til og frá vinnu. Þessi lýsing er mjög svo kunnugleg. Þó keyrir um þverbak þegar fer að dimma, að ekki sé talað um lélegra skyggni. Þá aka sumir á allt að 90 km hraða en hægja sig svo niður í 50 km þegar bíll kemur á móti.

Svona akstur er stór hættulegur og það sem verra er, er að erfitt er að komast fram úr svona mönnum, þar sem þeir auka alltaf hraðann þegar möguleiki á framúrakstri er fyrir hendi.

Þjóðvegakerfi okkar er frumstætt og gerir ekki ráð fyrir því að menn aki hægar en almenn umferð, því ætti enginn að fara út á þjóðvegi landsins fyrr en þeir hafa náð fullum tökum á bifreið sinni, en því miður er erftitt eða útilokað að koma í veg fyrir það.

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2011 kl. 07:14

3 identicon

Hestamenn eru verst undir stýri.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband