Tólf þúsund, varla orð, 13 þúsund, stanslausar fréttir.

Nú er ég staddur á Akureyri í hita og logni og hér eru 12 þúsund gestir og fjölbreytt dagskrá. Í Eyjum eru 13 þúsund gestir og fjölbreytt dagskrá. 

Varla hefur verið minnst á Eina með öllu í fréttum fyrr en aðeins allra síðustu dagana og þá vart nema stutt í fréttatímum.

Hins vegar hefur verið nær stanslaus fréttasíbylja af Eyjahátíðinni vikum saman og ekki líður sú klukkustund þessa helgi að hún sé í umfjöllun í þáttum og fréttum.

Hvernig stendur á þessu?

Jú, á Eyjahátíðinni koma helstu poppstjörnur Íslands fram og það gerir gæfumuninn. Þar að auki hefur rysjótt veður nú bæst ofan á fréttnæm atriði til að moða þar úr.

Fréttamatið miðast við þetta og þannig hefur það verið lengi.

Þetta minnir mig á það þegar umbi nokkur bað mig og Guðrúnu Símonar að skemmta á sveitaballi á Hvoli.

Ég spurði umbann hvort hann héldi að besta óperusöngkona Íslands fengi nokkurt hljóð á samkomu öskrandi og ölvaðra ballgesta.

"Það skiptir engu máli" svaraði umbinn. "Aðalatriðið er að auglýsa nógu fræga skemmtikrafta. Þá hugsar lýðurinn með sér: Úr því að þau skemmta þarna þá verða allir þar. Og við ætlum að fara þangað sem allir eru."

Við létum til leiðast og sjaldan hef ég lent í eins erfiðu verkefni, tókst þó að sleppa með að hafa fengið athygli einhverja stund.

Ekki heyrðist mannsins mál fyrir hávaða á meðan Guðrún söng og var hún öskureið þegar hún fór og hellti sér yfir umbann, sagðist aldrei hafa verið niðurlægð svona fyrr. 

Hann skildi hana ekki. "Þú færð borgað vel fyrir þetta og hefur ekki yfir neinu að kvarta." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki ballið sem bjargaðist þó þannig að hún hitti Leif á Leifsstöðum (A-Landeyjar). Þeim var vel til vina og kalli tókst að kæla kellu niður í léttu spjalli og svo söng hún eftir það. . Þetta myndi hafa verið öðrum hvorum megin við 1970 mep litlu skekkjumörkum. Ég hefði gaman af því að vita hvort þetta sé rétt. Heimildarmaður minn er því miður farinn fyrir hornið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki séð mikla umfjöllun um Drulluboltan á Ísafirði, þó er þetta heimsmeistaramót, með þátttakendum frá öðrum löndum. Veðrið eins og best verður á kosið sól og hlýjindi.  Fréttamennska núorðið er fyrir neðan allar hellur, alltaf verið að tíunda besta veðrið hvert straumurinn liggur og svo framvegis, til að reyna að teyma gesti hingað eða þangað. Sennilega einhverskonar lobbyismi í gangi.

Það hlýtur að vera hægt að greina frá því helsta sem er að gerast ALLTAÐAR, þetta er nú víst útvarp allra landsmanna ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2011 kl. 22:54

3 identicon

Einu sinni alls fyrir löngu þegar þú Ómar varst íþróttafréttamaður sjónvarps, ég í forustusveit skákhreyfingarinnar,  hringdi ég í þig og bað þig að birta fréttir frá skákmótum sem þá voru í gangi. Þá sem nú var lítið sem ekkert  fjallað um skák í fjölmiðlum landsmanna. Þú neitaðir og sagðir að skák væri ekki íþrótt,  iðkendur hreyfðu sig ekkert. Skák hefur verið viðurkennd sem íþrótt, vísindi og list, en áhugi þinn féll ekki með skákinni. Þú fjallaðir þá, dag og nótt, um akstur íþróttina.  Deila má um hreyfingu bílstjórana sjálfra, þó bíllinn sé á fullri ferð. Umfjöllun í fjölmiðlum hefur oftast verið háð áhuga fréttamannanna sjálfra hverju sinni.

Þannig er það nú í pottinn búið.

Guðfinnur R. Kjartansson (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 00:16

4 identicon

Góðan daginn Ómar.

Ósköp ætlar þú að eldast illa, einhver pirringur í karlinum

Ég var fyrir norðan um helgina þú berð ekki saman ÞJÓÐHÁTÍÐ

og Eina með öllu, Sídarævintýrið og hvað þetta nú heitir allt saman, en samt ágætis

hittingur. Þú sem gamall fréttamaður átt að geina þetta.

Haltu bara afram að vera eins og þú varst, eins og landinn þekkir þig.

Kv.  Leifur Gunnarsson

Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 11:00

5 identicon

Hverjum er ekki slétt sama hvort það eru 12 eða 13 þúsund á einhverjum fyllirýissamkundum,er það fréttaefni eða hvað?Hvernig væri að segja frá okrinu sem er stundað í sambandi við þessar svokölluðu hátíðir.

magnús steinar (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband