Mikilvægt að komast að orsökinni.

Fyrir þá sem lítinn áhuga hafa á náttúrufari og dýra- og fuglalífi kunna fréttir af afföllum í sjófuglastofnum við Íslands að þykja lítilfjörlegar. En það væri afar yfirborðslegt  að láta sér fátt um þær finnast, því að ef ekki finnst skýring á þessu, kynni að verða enn færra um svör ef eitthvað brygðist í fæðukeðjunni í hafinu sem ylli hruni fiskistofna.

Ef hægt er að komast að því hver orsök hruns sandsílastofnsins og þar með sjófuglanna er, ætti að vera meiri líkur á því að komast að því hvað gæti valdið sams konar hruni í fiskistofnum.


mbl.is Drepast úr hor áður en kríurnar fljúga burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Ómar. Það er mikilvægt að vita ástæðuna fyrir þessari hörmung. Bendi þér á að lesa athugasemdina hans Kristins Péturssonar við þessa frétt ásamt fleiru sem hann hefur bloggað um þessi efni.  Það er ofbeit í hafinu, það er engin spurning. Ég er nokkuð viss um  að hömlulausar loðnuveiðar undanfarinna áratuga  eru líka mjög stór þáttur í þessu.   Þessi þróun nær líka lengra aftur en flestir virðast halda. Það var farið að halla á ógæfuhliðina hér í Vík í Mýrdal fyrir a.m.k. 15 árum síðan.  Mér þótti gott þegar ég sá í MBL fyrir nokkru síðan að Óskar Sigurðsson, vitavörður í Eyjum segir það sama.  Menn eru alltaf að tala um hlýnun sjávar. Sandsílið er enginn sérstakur kaldsjávarfiskur. Og í lok hlýindaáranna 1930-60 þegar sjávarhitinn við suðurströndina var trúlega álíka hár og nú voru hér aldeilis ekki nein vandræði hjá lundanum og þá var svo mikið af loðnu í sjónum að hana rak spriklandi hér um allar fjörur þegar hún var að ganga hér vestur með ströndinni.

Þórir Kjartansson, 2.8.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband