Glæsileg sönnun á þörf fyrir samstöðu.

Þegar ég var viðstaddur hina miklu og stórglæsilegu skrúðgöngu, sem haldin á Íslendingadeginum í Gimli í Manitoba, smábæ á stærð við Selfoss, sannfærðist ég um það að það væri ekki aðeins hægt að gera svonalagað hér heima, heldur væri mikil þörf á því.

Mér rann til rifja að hér skyldi ekki vera haldin slík ganga 17. júní sem gæti orðið margfalt glæsilegri en skrúðganga Vestur-Íslendinga í smábæ í Kanada.

Þess ánægðari er ég með það hve Gleðigangan hefur orðið frábær hér heima og sönnun fyrir þörfinni á því að fólkið og þjóðin geti sýnt samstöðu á góðum degi.


mbl.is Gleðigangan á nýjum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Já , það er alveg magnað að vera viðstaddur þessa hátíð að Gimli í Kanda . Og ekki er minna að gerast nokkru sunnar - deginum áður- í Mountain í N-Dakóta.

Það ríkir mikil sönn gleði hjá þessum Vestur Íslendingum sem þarna búa og minnast uppruna síns. Ísland er þeim mjög hjartfólgið. Þeim fækkar í þessum litlu byggðum sem ennþá tala íslensku.

Að vera viðstaddur þarna á þessum degi minnir mig á fyrstu árin eftir lýðvelditökuna- 17.júní. Þá var mikill samhugur hjá allri þjóðinni og hátíð mikil.

 Nú er 17.júní einkum í hugum yngri kynslóðanna-dagur fyrir blöðrur-ís og pylsur....

Það er okkar að breyta þessu til sannrar hátíðar og eru Vestur Íslendingarnir góð fyrirmynd. Ekki er vanþörf á að efla samhug þessarar þjóðar

Sævar Helgason, 4.8.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband