4.8.2011 | 19:09
Hvar fékk hann peninga til allra ferðalaganna?
"Follow the money" eða "fylgdu ferli peninganna" er orðtak sem notað er í Ameríku um helsta ráðið til þess að upplýsa mörg sakamál. Frakkar segja hins vegar að finna eigi konuna í spilinu og um tíma var sagt finndu Finn" hér á landi.
Umsvif Anders Behring Breivik árum saman við ferðalög til útlanda, meðal annars til að láta gera á sér dýrar lýtaaðgerðir í Ameríku vekja grunsemdir um það hvort hann geti hafa verið einn um að standast straum að hinum mikla og víðtæka undirbúningi hans fyrir hryðjuverkin hræðilegu.
Ef hann hefur haft menn sem lögðu honum lið þarf að finna þá.
Breivik fékk aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru nú margir hér á landi, þ.m.t. bloggari nr. 1 sem eyða mánuðum í lúxus á fjarlægum sólareyjum og lúxushótelum um víða veröld, mánuðum saman þar sem frítíminn er notaður til að rakka niður Íslenskan almenning fyrir heimsku, þröngsýni, afdalahátt eða þaðan af verra.
Hverjir eru samsekir ef slíkur maður "snappar"? Þeir sem sleikja upp hvert orð sem hann skrifar, eða hver?
Aron Bj. (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:04
Hver er þessi bloggari nr. 1 ?
Ómar Ragnarsson, 4.8.2011 kl. 23:39
Aron er væntanlega að tala um Egil Helga.
Var ekki búið að koma fram að Breivik var búinn að vera einhverju bréfabraski og undir lokin var hann kominn með 26 kreditkort og stóra yfirdrætti í bönkunum ásamt því að selja mest allt af sínum eigum.
Karl J. (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.