4.8.2011 | 19:24
Crossfit = Fjölhreysti?
Crossfit er svo ný íþróttagrein á Íslandi að enska orðið er enn notað. Orðmyndin "cross" hefur líka verið notuð í nýyrðinu "crossover" sem nær til þeirra bíla, sem að allri byggingu eru eins og nútíma fólksbílar, með grindarlausa byggingu og sjálfstæða fjöðrun, en hærri yfirbyggingu og stundum örlítið meiri veghæð og aldrifi.
Oft er talað um fjölhæfa íþróttamenn og sumar íþróttagreinar henta slíkum mönnum afar vel eins og til dæmis tugþraut í frjálsum íþróttum.
Ekki hefur enn fundist íslenskt nýyrði yfir crossover-bíla enda ekki alveg hlaupið að því. Hins vegar hlýtur að vera hætt að finna gott orð yfir crossfit, sem fangar það eðli íþróttarinnar að sameina margs konar getu iðkendanna, sem verða að vera afar fjölhæfir og sameina afl, snerpu, hraða, þol og lægni.
Fyrsta orðið sem kemur mér kemur í hug er fjölhæfn en betra væri líklega að kalla þetta fjölhreysti, en það er sá eiginleiki sem segja má að sé mikilvægastur fyrir fólk, sem æfir þessa grein eða keppir í henni.
Crossfit æði á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krossfimi?
Benedikt Halldórsson, 4.8.2011 kl. 21:28
Ef orðið Fjöllyndi væri ekki frá tekið- þá virkar það svona mýkra...
Sævar Helgason, 4.8.2011 kl. 21:59
Gott orð hjá þér, Ómar.
Í veforðabókinni snara.is má líka lesa að “hreysti” sé þýðing á “fitness”: "íþróttagrein þar sem keppt er annarsvegar í ýmsum leikfimiþrautum og hinsvegar metinn fönguleiki (e. fitness)."
Af fjölhreysti má síðan auðvitað búa til samsetningar einsog fjölhreystimót, fjölhreystikeppni og heimsmeistari í fjölhreysti. Og til eru orðin hreystimaður, hreystikona, hreystimenni.
Kveðjur frá Madríd
Kristinn R. Ólafsson (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.